Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 17
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI 13
skrifað í 4. vo. ef uppi yfir hann, þó án þess að strika upphaflega orðið
út. í 3. vo. skrifar Hálfdan verra.
Þessu næst tekur Hálfdan upp frásögn um sr. Jón Einarsson, sem
hann hefur eftir Jóni Sigurðssyni á Böggvisstöðum, síðar á Urðum
(1736-1821. Stefán Aðalsteinsson, Svarfdœlingar II, 1978, bls. 73-75).
Hún er í uppskrift Hálfdanar á þessa leið (Presbyterologia, bls. 170):
(Sec(undum) Rel(ationem) Jons a Boggust. “S Jon viek fra Glæse-
bæ þegar sa stadur brann, hvern hann treistest ei ad uppbiggia 1636.
var honum veittr Arskogur 1637. og fellu honum burad misjafnt,
var annars godur gafumadur utan og innan kirkiu, skald gott,
dockur a hár og skegg og ei alits mikell, þo godrar natturu, komenn
af S Jone Mathias(syne) og Jone M(agnus)S(yne) a Svalb(ardi).
Kolfinna het hans firsta kona, biuggu saman 30. ár attu ei born.
Annad sinn gifte hann sig Þoru, dottr Jons Ingimundarsonar Stulla-
sonar a Selá, þokte preste vænt um hana, enn hun unde sier lytt, for
prestr i kæpstad um sumarid og kona hans, hann for a lande, hun
for sioleidis med fodur synum. Þa þæ komu undan Krossanese kom
ad þeim storfiskur, fludu þa/ undan, steitte skiped a grynningum,
þar do kona prestz fader hennar og 1 madur. S. Jon var þa staddur
a Glæsebæarhlade og horfde á. Um þetta tilfelle orte hann kvæde.
Þridia kona hans het Þuridr Sveinsd(otter) fra Grund i Svarfardal,
eckert barn atte hann vid henne, tok nu S Jon ad hnyga a efra
aldur og ohægiast um bú, vilde þa S Jon Gudm(unds)s(on) verda
þar Capell(an) og feck af S J(one) E(inars)S(yne) ad gefa upp
staden og hafa halfa Jnntekt medan lifde. Viek þa S J(on) E(inars)-
S(on) framm ad Grund i Þorvaldsdal og bio þar, enn þegar hann
var þangad kominn hellt S J(on) G(udmunds)S(on) ecke loford
sitt, hvar um S J(on) E(inars)S(on) orte qvæde med þessu Vidlage:
Samt ertu i gedenu grár med gullvæg ord þin. Þa hann hafde bued
a Grund i 5 ar ferdadest hann vestr ad Holum, og vilde koma sier
þar fyrer, komst ecke vestr yfer heidena, for a stad og drucknade i
Skalla, var haldin forspar og vel ryndur. Þuridr atte Nicol(aus)
valtink(oll). Hefr qveded Ps(alma) af Catechismo.”)
Á blöðum frá Jóni Sigurðssyni á Böggvisstöðum í safni Hálfdanar Ein-
arssonar í Lbs. 1266 4to (sbr. Blöndu I, bls. 163-64) er minnst á upp-
runa sr. Jóns, og telur Jón Sigurðsson líklegt að hann sé frá Mói í
Fljótum, en er sýnilega ekki viss: