Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 169
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS 165
álfadrottningu, sem heilsar því og vekur feigðargrun í huga þess.14 Álfa-
drottningin í kvæði Gríms virðist vera skyldari álfadrottningunni hjá
Heine, álfakonunginum í samnefndu kvæði Goethes eða álfameynni,
sem Ólafur liljurós kyssti með hálfum huga og stakk hann svo saxi í
síðu en álfadrottningum í íslenskum þjóðsögum frá 19. öld. Vel fer á
því að láta álfadrottninguna reka lestina, enda ógnþrungnust allra vætta
á þessum slóðum.
Leiðsla15 er um töframátt álfkonu, og eru til fjöldamargar sagnir um
menn, sem heillaðir voru af álfum.16 Hitt hlýtur að vera viðbót skálds-
ins að ‘deyja svo til drósar inn’, því að yfirleitt reyndu álfkonur að ná
karlmönnum til sín lifandi.
Skúlaskeið17 er samnefnt sögninni í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar,
en sá texti er þýðing úr Islándische Volkssagen der Gegenwart, sem
Konrad Maurer safnaði til og gaf út.18
í ýmsu hefur Grímur vikið frá texta Jóns Árnasonar og Maurers.
Hann sleppir að geta þess í upphafi, að Skúli hafi verið dæmdur líflaus
á Alþingi, en víkur óbeint að því síðar:
nú er líf mitt þínum fótum falið,
forðaðu mér nú undan, klárinn góður.
Þá hefur skáldið fellt niður algerlega orðin ‘þar nam hann litla stund
staðar, hellti víni af ferðapelanum sínum í steinþró og kallaði þeim
hæðnisorðum til þeirra sem eltu hann, að hann vildi launa þeim með
þessu svo fjölmenna fylgd.’
Að sumu leyti er kvæðið fyllra en texti Jóns Árnasonar. í sögninni
er þess ekki getið, hve margir hafi elt Skúla, en í kvæðinu eru þeir allt
í einu orðnir átta, og þar að auki höfðu þeir ‘aðra tvenna hófahreina’
til reiðar. Eftirreiðinni er þar heldur ekki lýst í smáatriðum, en í kvæð-
inu stendur:
fimm á Tröllahálsi klárar sprungu,
og í Víðikerum var ei nokkur
vel fær, nema Jarpur Sveins í Tungu.
14 Jónas Hallgrímsson: Kvœði og sögur. Reykjavík 1957, bls. 202.
is Ljóðmœli 1969, bls. 69-70.
16 Sbr. JÁ I og III. Umskiptingar. Hyllingar álfa og Huldufólk leitar iags við
mennskar manneskjur.
11 Ljóðmeeli 1969, bls. 85-87.
18 Textinn er prentaður hjá JÁ II, 123. Sjá einnig aths. í JÁ II, 572.