Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 267
AMBHQFÐI KOM NORÐAN
263
má skýra á þá leið að skipst hefðu á orðmyndirnar amb/ambr eins og
t. d. sig/sigr í tvímyndunum Siggeirr/Sigrgeirr, Sigbjgrn/Sigrbjgrn. í
nútímamáli er ambur hvorugkynsorð, en það gæti hugsast að í fornmáli
hafi það verið karlkyns, sbr. t. d. hungr sem er karlkyns í fornu máli.
Engin dæmi eru um orðið ambr í orðabókum fornmálsins, en í viðbót-
um þeim sem Björn Halldórsson í Sauðlauksdal gerði við orðabók sína
og Jón Helgason birti fyrir nokkrum árum segir svo við orðið ambur:20
tekst venju(lega) fyrir leiðindakvörtun þróttlausra manna og af
því kalla menn líka drun eður brak það sem heyrist í klettum við
ólgusjó og hér er nomen proprium inní Breiðafirði Amburhöfði,
því straumarnir brjótast þar um með miklum gný.
Nöfnin Hjaríhgfði og Orknhgfði gætu einnig verið örnefni. Athyglisvert
er að Björn Halldórsson skýrir ambur sem leiðindakvörtun. í nútíma-
máli getur það líka merkt væl. Sú skýring er nærtæk að Ambhgfði merki
þróttlausan, kvartsaman mann, en þeir sem aldir eru upp við sjó
þekkja mætavel hið skræka og oft langdregna væl sem mávurinn gefur
frá sér. Augljóst er af vísunni að Ambhgfði er Hafliði Másson. Mér
þykir því sennilegast að orðið þýði máshöfði. Þessari skýringu til
frekari stuðnings er föðurnafn Hafliða.21 Ambr gæti aftur á móti verið
gamalt heiti á mávi og væri þá upphaflega hljóðlíkingarorð eins og
kráka og krummi. Hafi það líka þýtt brak eða drun, þá væri orðið
Ambhgfði skemmtilega tvírætt, því að þá vísaði það til þess að Hafliði
er mikill á lofti. Sé sú skýring rétt sem hér hefur verið haldið fram, er
fólgið í vísunni enn ísmeygilegra háð: Mávurinn og selurinn bítast oft
um sama agnið og væri þá sneitt að mágsemdum Hafliða og Halls. En
þetta málþing, más og sels, sem mæðinn hjörtur stendur utan við,
þekktu áheyrendur sögunnar af eigin raun.22
2° “Björn Halldórssons supplerende oplysninger til Lexicon Islandico-Latin-
um”, Opuscula III Bibl. Arn. XXIX (Hafniæ 1967), 108; stafsetning samræmd hér.
21 Julia H. McGrew hefur athugasemdalaust þýtt Ambhgfði á ensku sem “gull-
head”, sbr. Sturhmga saga (New York 1974) 11,56.
22 Ekki skal hér gert upp á milli mávategunda, en ólíklegt er að miðaldamenn
hafi flokkað þær jafn nákvæmlega og fuglafræðingar nútímans. f fuglafræðibók-
um er rödd másins lýst sem skræku mjálmandi hljóði, en þess ber að geta að í
forníslensku merkir so. amra, mjálma, sbr. //. VIII,74. Ekki er loku fyrir það
skotið að *ambr hafi upphaflega verið haft um annan fugl, kjóann sem í daglegu
tali er líka nefndur vælukjói. Stílfræðilega væri þá notkun orðsins Ambhpfði svipuð
orðaleiknum með heitið Sandkorn, sem notað er um Hall (þ. e. stein) Teitsson í
tveimur öðrum vísum sögunnar.