Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 84
80
GRIPLA
skriftaboðin, um að nú hafi Skriftaboð Þorláks verið rakin o. s. frv., en
slíkur viðauki er bæði í AM 625 4to og AM 42a 8vo. Þetta mun meðal
annars hafa valdið því að Jón Sigurðsson áleit textann í 624 lítt
breyttan frá upprunalegri gerð Þorláks biskups. Þó er alveg ljóst að
skriftaboðin geta ekki verið úr tíð Þorláks í þessari mynd, sbr. orða-
lagið: tólf álnir vaðmáls bauð Þorlákur biskup presti að gefa o. s. frv.9a
Annað atriði sem olli því að Jón áleit texta 624 svo góðan var að texti
625 var greinilega breyttur og hafði merki yngingar miðað við textann
í 624. Báðar þessar röksemdir, viðaukaleysið og ellimörk 624 miðað
við 625, til framdráttar gæðum textans í 624 verða þó léttvægar í ljósi
textans sem varðveittur er í AM 42a 8vo.
Viðaukaleysið í 624 má einnig reyna að skýra sem vísvitandi breyt-
ingu á texta þar sem uppskriftin í 624 er líklega orðin til innan Hóla-
biskupsdæmis og viðaukinn ber öll merki biskuplegs uppruna sem gæti
einmitt verið hjá biskupnum í Skálholti.
AM 625 4to er handrit með ýmsu guðrækilegu efni, 98 blöð (196 bls.)
og hefur verið lýst í skrá Kálunds um Ámasafn og er þar talið frá um
1400.10 Þar er þó tekið fram að fyrri hluti þessa handrits muni vera frá
13. öld og verður þá handritið í tveimur hlutum, eldri hluti bl. 1-49
og yngri hluti bl. 50-98. Jón Sigurðsson og Jón Þorkelsson telja yngri
hluta 625 frá síðari hluta 15. aldar og mun það sönnu nær en tíma-
setning Kálunds.11 Meginefni eldri hluta er Veraldar saga og mun ekki
rætt um þann hluta frekar hér.12 Meginefni yngri hluta er rit með Rím-
begluefni að nafni Blanda.13
í yngri hluta 625 em Skriftaboð Þorláks á bl. 77v-80r. Upphafið er
efst á verso síðu, hinum megin á síðunni em lok Blöndu og gátuvísa
neðst á henni. Texta skriftaboðanna lýkur með þriðju línu á bl. 80r,
9a Vera má að texti skriftaboðanna sé að einhverju leyti úr tíð Páls Jónssonar
biskups (1195-1211), eftirmanns Þorláks. í Páls sögu biskups segir að Páll hafi
heitið því ‘að hann mundi öll boðorð þau bjóða, sem Þorlákur biskup hafði boðið’,
Byskupa sogur. 2. hæfte, udg. Jón Helgason (Editiones Arnamagnæanæ. Series A,
vol. 13, 2). Kþbenhavn 1978, bls. 414.
10 Kr. Kálund, Katalog over den arnamagnæanske hándskriftsamling II.
Kpbenhavn 1894, bls. 39-41.
11 Diplomatarium Islandicum I, bls. 237-8 og Diplomatarium Islandicum II,
bls. 37, 43 og víðar.
12 Sjá Veraldar saga, udg. ved Jakob Benediktsson. Kþbenhavn 1944.
13 Sjá Alfræði íslenzk H. Rimtol. Kþbenhavn 1914-16, bls. CXCV-CXCIX.