Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 163
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
159
Austkóngsfjörður, sem Arngrímur telur fjórða fjörð í Miðfjörðum,
hefur e. t. v. ekki heitið þessu undarlega nafni. Finnur Jónsson segir í
Meddelelser om Gr0nland XX, bls. 284, að ‘det lójerlige og umulige
Navn Austkongs-fj. uden Tvivl er en Forvanskning af Arnlaugsfjörðr i
Landnáma’. Sjötti fjörður í Vestribyggð heitir hjá Arngrími Ragna-
fjörður; það er augljós misritun fyrir Rangafjörður, sbr. kirknatal
Flateyjarbókar. Rangafjörður er náttúrunafn og bendir til að þessi
fjörður komi þvert á annan fjörð.
Grænland horfir í útsuður. Synnst er Herjólfsnes, en Hvarfsgnípa
nyrst fyrir vestan. Þangað kom Eiríkur hinn rauði lengst og lést þá
kominn fyrir botn Eiríksfjarðar; þar er stjarna of haf.
Hvarf heitir á austanverðu landi, þá Spalsund, þá Drangey, þá Sölva-
dalur; hann er byggður austast. Þá Tófafjörður, þá Melrakkanes, þá
Herjólfsfjörður, kirkja; þá Hellisey og Helliseyjarfjörður, þá Ketils-
fjörður, tvær kirkjur; þá Hrakbjarnarey, Lundey, eylendur af Álfta-
firði; þá Álftafjörður, Siglufjörður, kirkja; Hrafnsfjörður. Þá gengur
Sléttufjörður af Hrafnsfirði; Hornafjörður, Ófundinnfjörður, þá Einars-
fjörður, kirkja (þar er byskupsstóll); af honum gengur Austkársfjörður,
kirkja; Hafgrímsfjörður, Hvalseyjarfjörður, [kirkja]; NN-fjörður, [Ei-
ríksfjörður, þrjár kirkjur];-----— úr Dýrnesi; þá ísafjörður; þar af
gengur Útibliksfjörður, þá Strandafjörður. Þá eru Miðfirðir næst
byggðir; þá heitir hinn fyrsti Kollufjörður, annar Dýrafjörður, þá Þor-
valdsfjörður, [Austkóngsfjörður], Steinsfjörður, Bergþórsfjörður.
Þá er sex daga róður sex mönnum til Vestribyggðar sexæringi. [Lýsu-
fjörður, kirkja; Hornafjörður, Andafjörður, Svartifjörður, Agnafjörður,
Rangafjörður, kirkja; Leirufjörður, Loðinsfjörður, Straumsfjörður,
Einarsfjörður]. Þaðan (/;. e. úr Vestribyggð) sex daga róður til Karl-
búða, þá þriggja daga róður til Bjarneyjar og tveggja (?) daga róður
umhverfis------------ey Eisunes, Æðanes fyrir norðan.
Svo er talið að eitt hundrað og níutigir (/;. e. 210) byggða sé í eystri
byggð, níu tigir í vestri.
í byskupa- og kirknatali Flateyjarbókar er Þórður talinn síðastur
byskupa. Þórður þessi var byskup í Görðum 1288-1314.21 Þar af má
ráða, að forrit Flateyjarbókar að byskupa- og kirknatalinu hafi verið
frá því um 1300. í kirknatali Flateyjarbókar eru nefndar tíu kirkjur í
21 Diplomatarium Norvegicum XVII B, bls. 282.