Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 20
16
GRIPLA
Prestur kvað þá enn:
Þar um vitna þeígi fær
þú sem lifir á sjánum;
því geta þínar aldrei ær
upp sig reýst af knjánum.
í syrpu Gísla, Lbs. 1293 4to, bls. 221, er stutt grein um Þorvald
Rögnvaldsson, sem Gísli hefur síðar stuðst við, þegar hann gerði þátt-
inn. Vísuna Svo mátt hæla sem að vilt vantar, en aðrar vísur eru hinar
sömu sem hjá sr. Jóni á Kvíabekk og orðalag líkt um flest; þó er hér
Látrastrandarflóinn, og minni frávik eru einnig. I þættinum er orðalag
með einni smávægilegri undantekningu fjær texta sr. Jóns. Viðbótar-
vísurnar þrjár eru ekki í greininni í Lbs. 1293 4to, bls. 221. Vísan
Standa á þambi lítil lömb er í Lbs. 1293 4to, bls. 237, og hefur Gísli
tekið hana óbreytta frá því sem þar er upp í þáttinn. Á undan hefur
Gísli skrifað fyrri hluta vísunnar Á Skagafirði er enginn ís, og hefur
hann 2. vo. þannig: ‘aldrej trú eg þar Sylli’. Gísli fer eins með í þættin-
um, en í Lbs. 1293 4to, bls. 221, hafði hann haft vísuorðið eins og er
hjá sr. Jóni á Kvíabekk: ‘allt fer þar med snilli’.
í Lbs. 1293 4to, bls. 118-20, er einnig frásögn Gísla Konráðssonar
af Jóni Guðmundssyni á Hellu á Árskógsströnd (Syrpa úr handritum
Gísla Konráðssonar I, 1979, bls. 171-73), og segir Gísli frá dauða Jóns
á Hellu og brögðum hans við sóknarprestinn, sr. Jón Einarsson í Stærra-
Árskógi, sem þjónustaði nafna sinn, en Þorvaldur Rögnvaldsson skáld
var til aðstoðar. Dauða Jóns Guðmundssonar á Hellu er getið í ann-
álum 1667 (Annálar 1400-1800 III, bls. 146; IV, bls. 299), og er því
réttur prestur hafður í sögunni. Að öðru leyti virðist sr. Jón lítt koma
við sögur um samtímamenn hans fyrir norðan, sem þó gengu margar
og mergjaðar.
Sálma hefur sr. Jón Einarsson ort, og má nefna fáeina sem honum eru eignaðir
(með réttu eða röngu) og kunnugt er um, en ekki er þess kostur að sinna þeim
frekar að þessu sinni eða gera að þeim mikla leit. I Examen catecheticum, Hólum
1674, voru prentaðir eftir sr. Jón ‘Fimm Psalmar yfer fimm Parta Catechismi’.
Upphöf þeirra eru: Allsherjar drottinn oss svo tér; Eg trúi á allsvaldanda; Heilagi
guð, vor hæsti faðir himnum á; Af skírum drottni skikkuð er; Vér byrjum söng
við borðið Krists. Aftan við er ‘Eirn Jdranar Psalmur’, einnig ortur af sr. Jóni,
og er upphaf hans: Guð faðir góður. Sr. Jón hefur lagt biskupi til sálmana veturinn
sinn á Hólum 1673-74. Þeirra verður vart hér og hvar í handritum og hafa þeir
verið skrifaðir upp eins og alsiða var að gera, þótt sálmar væru komnir á prent.