Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 184
180
GRIPLA
Æru-Tobba.m Aðra alkunna vísu, ‘Þegar lundin þín er hrelld’, orti
Grímur upp að nokkru, og í þessari breyttu mynd varð hún upphafs-
erindi kvæðisins Höfuðskepnurnar87 Úr tvísöngsversinu gamla ‘Drott-
ins hægri hönd’ gerði hann kvæðið Úr hlaði88 með því að bæta öðru
versi við. Jafnframt nam Grímur aftan af upphaflega versinu og breytti
þannig hættinum.
Viðlög hefur Grímur sjaldan notað. í Fuglaveiðinni er viðlagið frum-
samið, og svo er einnig háttað með öll viðkvæðin í Jólnasumbli nema
seinni hluta hins síðasta, en hann er tilbrigði af vísubrotinu
ráði guð,
hvar við dönsum önnur jól.89
I Jörfagleði,90 sem Grímur kallar vikivaka, hefur hann breytt við-
kvæði úr Tófu kvæði91 lítillega og sett ‘örva’ í stað ‘heyra’ til að ríma
á móti ‘Jörfa’.
Sum kvæði þjóðfræðakyns hefur Grímur ort undir ferskeyttum hætti.
Þetta eru Sveinn Pálsson og Kópur, Reynistaðarbræður, Strandar kirkja,
Útilegumaðurinn og Höfuðskepnurnar. Jón tíkargjóla er undir staf-
hendum hætti og Vísan hans Æru-Tobba einnig. Þýðingin á Sólarljóð-
um úr Ossíanskviðum er undir dróttkvæðum hætti — víðast hvar með
óreglulegri hendingaskipan — e. t. v. vegna þess að Grímur hefur talið
það tilbrigði alþýðlegra en hið reglulega. Gaman væri að vita, hvers
vegna Grímur hefur ekki notað fornyrðislag til að þýða úr Ossíans-
kviðum eins og önnur íslensk skáld, því að sum þjóðkvæði frá seinni
öldum voru ort undir þessunr forna hætti.
Eins og sést af þessari upptalningu, verður varla sagt, að Grímur
hafi ofnotað alþýðlega íslenska hætti í kvæðum sínum, sem hann orti
út af þjóðfræðum. Fyrir kemur einnig, að hann yrkir undir útlendum
þjóðkvæðaháttum, en þá ævinlega norrænum. Jólnasumbl er ort undir
færeyskum danskvæðahætti og einnig Haugganga Hálfs konungs.92
86 Ljóðmœli 1969, bls. 75-76; fyrst pr. í Nýjum félagsritum V, bls. 145.
8? Ljóðmœli 1969, bls. 387-388.
88 Ljóðmœli 1969, bls. 231; fyrst pr. í Kirkjublaðinu IV, 1894, nr. 1.
89 Kvœði og dansleikir. Jón Samsonarson gaf út. Reykjavík 1964, II. bindi,
bls. 29.
90 Ljóðmœli 1969, bls. 117-121.
91 Sagnadansar. Vésteinn Olason bjó til prentunar. Reykjavík 1979, bls. 208.
92 Þetta er sami hátturinn og á Oluvar kvæði, sem prentað er í Antiquarisk
Tidsskrift. Kjöbenhavn 1846-1848, bls. 281-304.