Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 264
260
GRIPLA
eða “Agm” og væri síðari kosturinn þó líklegri, þar sem hann væri
rótskyldur “Qgm” í mannsnafninu Qgmundr, en ambi gæti verið stytt-
ing úr því á sama hátt og Simbi úr Sigmundr. Magnus Olsen var heldur
ekki í neinum vandræðuin með að skýra hvers vegna eiginnafnið Qg-
mundr var hljóðverpt, en stuttnefnið ambi ekki. Þetta væri hliðstætt því
að Þorgrímr Qzurarson bar kenninafnið assi sem ugglaust hefði verið
gælunafn föður hans.10
Þegar Magnus Olsen hafði þannig sýnt fram á að ambi væri stutt-
nefni Qgmundar, þá kom sú skýring ekki heim við að sú stytting gæti
jafnframt merkt dýr eins og greinilegt var um amb/amb(i) í vísu Þorgils
sögu og auk þess voru ekki dæmi um að mannsnafnið Qgmundr væri
notað um dýrategund. Nú er það alkunna að sum mannanöfn eru upp-
haflega heiti dýra og geta þá höfðað til þeirrar lyndiseinkunnar sem
einkennir persónuna, sbr. nöfnin Qrn, Bjprn, Hjprtr, Refr, Úlfr sem og
samsett nöfn þessara heita. Sjaldnar kemur fyrir að dýr beri manna-
nöfn en þó kemur það fyrir. I þulum Snorra-Eddu er örninn kallaður
arnkell og haninn áslákr.11 Magnus Olsen hugsaði sér að áslákr hefði
upphaflega heitið ásleikr og hefði verið notað um hanann sökurn þess
að hann léki sér á ás, en hann minntist þess einnig að í Heimskringlu
var nefndur einn Áslákr sem bar viðurnafnið hani.12 Hvorugt þessara
nafna þekkist þó sem heiti í varðveittum kveðskap. Magnus Olsen gat
sér samt til að í kersknisvísum hefði notkun þessara nafna verið vel
hugsanleg, einkum ef skáld hefðu kveðið ofljóst. Hann gerði því skóna
að sams konar orðaleikur hefði verið tíðkaður með nafnið Qgmundr og
heitið Qglir fyrir hauk, og ambi væri þá samheiti þess. Hann fann í
heimildum 7 menn sem báru viðurnafnið haukr og hétu tveir þeirra að
aðalnafni Qgmundr. Þetta þótti honurn renna enn frekari stoðum undir
að Ambhgfði þýddi sá með haukshöfuðið; það nafn hæfði vel fyrirliða
10 Þessa skýringu og ættfærslu hefur Magnus Olsen tekið upp úr ísl.frbs. V,823:
“Þorgrímr assi, er veginn var (samkvæmt annálum) 1146, og hefir verið norð-
lenzkr (Bps. 1,441), mun einmitt vera sami maðr og Þorgrímr Özurarson, og er þá
kenninafnið “assi” komið af föðurnafni Þorgríms.” Þessi ættfærsla er Steins Dofra
að því er segir í formála Jóns Þorkelssonar, sbr. tilv. rit, iv. I Guðmundar sögu
(Biskupa sögur, Kaupmannahöfn 1858 1,441) er í för með Guðmundi yfir Heljar-
dalsheiði Gestr Snorrason, Assabana.
11 Snorra-Edda (Hafniæ 1852) 11,572.
12 Heimskringla udg. Finnur Jónsson (Kþbenhavn 1897-99) 111,511-513 (Jöfra-
skinnutexti).