Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 164
160
GRIPLA
Eystribyggð í sömu fjörðum og í kverinu gamla og tvær kirkjur að auki.
Kirkjustaðirnir sjálfir eru nefndir í Flateyjarbók í þessum fjörðum:
Herjólfsnes í Herjólfsfirði, Vatnsdalur í Ketilsfirði, Vík í Ketilsfirði,
Vogar í Siglufirði, undir Höfða í Aust(kárs)firði, byskupsstóllinn í
Görðum í Einarsfirði, Harðsteinaberg og Brattahlíð í Eiríksfirði, og
væntanlega á að skilja texta þannig, að undir Sólarfjöllum sé einnig í
Eiríksfirði.22 Ennfremur er talin kirkja í Hvalseyjarfirði, eins og ugg-
laust hefur verið gert í kverinu gamla, en kirkjur í ísafirði, á Garðanesi
í Miðfjörðum og í Hópi í Agnafirði í Vestribyggð hefur Flateyjarbók
frarn yfir þær sem taldar hafa verið í kverinu gamla. Hins vegar er
Ófundinnfjörður og kirkja þar ekki nefnd í Flateyjarbók. Af þessum
mismun verður að ætla, að ritari Flateyjarbókar hafi ekki notað sama
forrit og höfundur Grænlands annála og Arngrímur lærði. Af þeim
sökum er ekki hægt að nota byskupa- og kirknatal Flateyjarbókar til
viðmiðunar um aldur kversins gamla.
Að sjálfsögðu fæst engin örugg vitneskja um aldur kversins gamla.
Það minnir um margt á kirknatal íslenskt, sem hefur verið eignað Páli
byskupi Jónssyni og líkur benda til að hafi verið sett saman um 1200,
sbr. kirknatal Páls: ‘Langanes er norðast í Austfirðingafjórðungi, lítt
byggt og horfir í landnorður’ og upphaf texta kversins gamla.23 Ef lat-
neskt f og karólínska et-bandið hafa verið notuð í kverinu gamla hefur
það varla verið yngra en frá því um 1200. Augljóst er að texti kversins
hefur verið saminn eftir að Grænland varð fullbyggt; í því segir að 210
bæir hafi verið í Eystribyggð, en 90 í Vestribyggð. í Eystribyggð hafa
fundist rústir um það bil 220 bæja og um 80 í Vestribyggð.24 Einnig er
ljóst að kverið hefur verið samið áður en Vestribyggð fór í eyði. Það
má því ætla að kverið hafi verið frá 13. öld, en e. t. v. hefur það þó
verið eldra.
Eftir að þessi grein var komin í próförk barst mér í hendur ritgerð
eftir Erik Langer Andersen: De norrpne stednavne i 0sterbygden,
Gr0nland Nr. 5-6-7 — 1982, bls. 163-76. Á bls. 173 í þessari ritgerð
22 GÍM, bls. 79.
23 íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 1-15, sjá bls. 3.
24 Knud J. Krogh, Erik den R0des Grtfnland, Odense 1967, bls. 52. Eitthvað
hefur fundist af bæjarrústum eftir að þessi bók var skrifuð og ugglaust er eitthvað
ófundið ennþá, bæði af rústum bæja og kirkna.