Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 157
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
153
kominn fyrir botn Eiríksfjarðar verið tekin úr Landnámu (eða Eiríks
sögu rauða), ef hún er ekki viðbót eftirritara, og verður staðarákvörð-
unin röng, ef setningunni um Snæfell og Hrafnsfjörð hefur verið sleppt.
Orðalagið stjarna of haf er undarlegt, ef þar er átt við stað þar sem
stjarnan (sjöstjarnan) hafi ekki gengið undir. Við nánari athugun virð-
ist mér líklegra, að þarna sé átt við stað þar sem stjarna hafi verið yfir
hafi að sjá. Þá væri trúlega átt við pólstjörnuna, og væri staðarins þá
að leita á vesturströnd Grænlands, þar sem landinu víkur það mikið til
austurs, að pólstjarnan væri yfir hafi að sjá, og gæti þá verið átt við
nesoddana suður af Nyrðri-Straumfirði.
Þetta verður þó að athuga nánar með hliðsjón af fleiri heimildum.
í útdráttum úr Hauksbók, sem hafa verið gerðir snemma á 17. öld, að
ætla má, og eru varðveittir í eftirritum í AM 281 4to og AM 597b 4to,
svo og í Grænlands annálum,8 er bréf Halldórs prests af Grænlandi til
Arnalds prests grænlenska (sjá GÍM, bls. 53-54), skrifað skömmu eftir
1266. Bréf þetta hefur verið í Hauksbók, en hefur glatast úr henni eftir
að útdrættirnir voru gerðir. í bréfi þessu, sem Jón lærði Guðmundsson
nefndi Prestaskipsreisu,9 segir frá því að prestar í Görðum á Grænlandi
skipuðu ‘skip norður að vita hvað títt væri norður frá því er þeir höfðu
áður lengst komið’, og var ferðin farin til að huga að Skrælingjum og
hvaðan þeir mundu koma. Sagt er að ‘þeir sigldu út af Króksfjarðar-
heiði, svo að lönd lægði. Síðan kom móti þeim sunnanveður með
myrkri og urðu þeir fyrir að halda.’ Þetta er væntanlega svo að skilja,
að Grænlendingar hafi siglt á haf út af Króksfjarðarheiði, væntanlega í
vestur eða suðvestur í átt til Ameríku, því að þar vissu þeir að Skræ-
lingjar voru og trúlega hafa þeir talið að þaðan kæmu Skrælingjar til
Grænlands. í bréfinu segir að Grænlendingar komu allt í hafsbotninn
og fundu þar nokkrar Skrælingjavistir fornlegar, en fóru síðan aftur
þrjú dægur ‘og fundu þeir þar nokkrar Skrælingjavistir, er þeir tóku
eyjar nokkrar suður frá Snæfelli. Síðan fóru þeir suður á Króksfjarðar-
heiði einn mikinn dagróður Jákobsmessudag’, það er 25. júlí, sem árið
1266 svarar til 2. ágústs eftir nýja stíl. Þá segir í bréfinu að sól skein
bæði nætur og daga og var svo há um miðnætti ‘sem heima í byggð, þá
er hún er í útnorðri.’ Ef gert er ráð fyrir að heima í byggð eigi við
Garða, sem eru um það bil á 61. gráðu nb., gengur dæmið ekki upp,
8 Jón Helgason, Til Hauksbóks historie i det 17. árhundrede, Bibl. Arn. XX,
bls. 2-15; GÍM, bls. 209-14.
9 Bibl. Arn. XX, bls. 33-37.