Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 18
14
GRIPLA
Sr Jon Einarsson i Stærraárskogie mun hafa vered sonur Einars
sem bió á Mooi i Fliötumm.
Jón nefnir hér einnig ÞuríSi, þriðju konu sr. Jóns, sem var að sögn
hans sonardóttir sr. Egils Ólafssonar á Tjörn í Svarfaðardal; hefur hún
eftir því að dæma verið bróðurdóttir sr. Sigfúsar Egilssonar, sem var
forveri sr. Jóns á Hólum:
Sveirn hiet og sonur Sr Eigels hann biö a Grund hier hans dotter
var Þuridur seinasta kona Sr Jons Einarssonar i Stærrarskogie.
í Manntali á íslandi árið 1703 (1924-47, bls. 319) er Nikulás Þor-
björnsson á Ytrahvarfi í Svarfaðardal, 51 árs, og Þuríður Sveinsdóttir
kona hans, 52 ára, og er talið að þau séu Þuríður, þriðja kona sr. Jóns
Einarssonar, og Nikulás, sem nefndur er í vísunni Valtinkollur. Hann
var um skeið hreppstjóri í Svarfaðardal. (Svarfdœlingar I, 1976, bls.
183.) Elsti sonur Nikulásar og Þuríðar á Ytrahvarfi hét Jón, 26 ára í
Manntali 1703, og er hann væntanlega nefndur eftir sr. Jóni, fyrri
manni Þuríðar. Jón hefur verið fæddur um 1677, eftir því sem ráða má
af aldri í manntali. Bruninn í Glæsibæ varð 1636, og hefur Jón Sigurðs-
son ártalið sennilega úr annálum. Björn Jónsson segir í Skarðsárannál
að staðurinn Glæsibær í Kræklingahlíð hafi brunnið þetta ár og þar
inni 50 fjár; menn skaðaði ekki, en litlu af húsum varð bjargað. (Ann-
álar 1400-1800 I, bls. 247; sbr. I, bls. 329; IV, bls. 268nm.) Sr. Guð-
mundur Erlendsson fór frá Glæsibæ 1631 (Páll Eggert Ólason, Menn
og menntir IV, 1926, bls. 757), og hefur sr. Jón líklega orðið prestur
eftir hann, ef rétt er hermt.
Sr. Magnús Pétursson á Höskuldsstöðum (1710-84) skrifaði um
presta fyrir norðan fyrir Hálfdan Einarsson og er ritgerðin í Lbs. 1266
4to (sbr. Annálar 1400-1800 IV, bls. 469). í kafla um presta í Stærra-
Arskógi segir á þessa leið:
Sr Jon Einarss(on) skálld, þrýgiftur (segir folk) Ein hans kona
drucknade af skipe á Akureyrarferd, meinast þo eckert af honum
komid. Hann hefur giórt Psalma ut af Catechismo, þryckta i tijd
biskups Gisla, ad eg meina. Hann drucknade i Skallaa á heimferd
frá Hoolum.
í safni Hálfdanar í Lbs. 1266 4to er ennfremur greinarkorn um
presta á Tjörn í Svarfaðardal. Sr. Magnús Einarsson á Tjörn (1734-94)