Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 316
312
GRIPLA
Ottó keisari og Ólafur Tryggvason sigrast á Haraldi Gormssyni og
Hákoni Hlaðajarli við Danavirki. Þeim keisaramönnum hafði orðið
vistfátt, en eftir flótta Dana rætist úr hlutunum fyrir þeim: ‘Og á hinu
fimmta dægri sækja þeir þangað frá virkinu, sem þeir höfðu fyrir verið,
Danakonungur og Hákon jarl. Og þá er þeir komu þar, þá skorti þá
eigi kvikfé, og fingu þeir sér nú ærnar vistir, þvíað þangað hafði rekið
verið féið til skjóls undan herinum þeirra keisara, og hafa þeir nú ærna
gnótt vista, og spara þeir ekki mjög fé Dana, og eru góðir blóðöx(ar).’3
í skýringum sínum við skáletruðu orðin farast Ólafi Halldórssyni orð á
þessa leið: ‘Að líkindum hefur öxi sem var notuð til að höggva sláturfé
verið nefnd blóðöx. Til þess að fá vit í textann verður að breyta blóðöx,
sem stendur í 291, í blóðöxar, en þessi orð merkja þá: þeir spöruðu
ekki blóðaxirnar. Orðalagið að vera góður einhvers kemur fyrir í sögu
heilagrar Cecilíu meyjar: skaltu góður vera handa þinna .. ,’4 Um síð-
ustu athugasemd Ólafs má geta þess, að setningin hér að framan úr
Hrafnkels sögu hefur ekki einungis orðalagið ‘að vera góður einhvers’,
heldur virðist talshátturinn í heild ‘að vera góður blóðöxar’ hafa verið
í frumgerð sögunnar.
Skýring Ólafs á merkingu orðsins blóðöx er tvímælalaust rétt, og í
þessu sambandi má minna á orðið blóðvöllur, sem enn er notað um þá
staði þar sem sláturfé er höggvið. í Jómsvíkinga sögu er orðtakið ‘að
vera góður blóðöxar’ notað í eiginlegri merkingu, en í Hrafnkels sögu
er því beitt í óeiginlegu skyni um mann, sem slátraði fleiru en baulum
einum saman. Það má undarlegt heita, að hvorug sagan hefur varðveitt
orðtakið óbrenglað, og mun ástæðan einkum vera sú að orðið blóðöx
hefur fallið úr minni þegar hætt var við að beita þessu tæki við slátrun
búfjár, og hitt hefur ekki hjálpað til heldur að orðalagið ‘að vera góður
einhvers’ virðist hafa verið fremur sjaldgæft.
Um orðið blóðöx er það mest í minnum haft að það var viðurnefni
Eiríks Haraldssonar Noregskonungs, og er talið að hann hafi hlotið
það fyrir bræðravíg. í Egils sögu er skemmtileg frásögn af öxi sem
Blóðöx konungur sendi Skallagrími með Þórólfi syni hans. ‘Öxin var
snaghyrnd og mikil og gullbúin, upp skellt skaftið með silfri, og var það
hinn virðiligsti gripur.’ Þegar Þórólfur kemur heim til Borgar, ‘bar hann
Skallagrími kveðju Eiríks konungs og færði honum öxi þá, er konungur
3 Jómsvíkinga saga. Ólafur Halldórsson bjó til prentunar. (Reykjavík 1969),
bls. 93.
4 Sama rit, bls. 209-10.