Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 319
SAMTÍNINGUR
315
Bjarnavísan er ort undir hrynhendum hætti, áttmælt, og er þó raunar
ekki fullt mál (þ. e. sjálfstæð málsgrein) í 4. vo. Stílbragð er klifun í
upphafi vísuorða (anaphora), sem ekki er óalgengt í Lilju og öðrum
hrynhendum kveðskap síðar og getur verið með mismunandi hætti
(Hans Schottmann, Die islándische Mariendichtung, 1973, bls. 303,
311-13). Kunnast er 91. er. í Lilju, ákall til Maríu, áttmælt og hefur
nafn heilagrar guðsmóður í upphafi vísuorða (Skjaldedigtning B II, bls.
414)-
Máría, ert þú móðir skærust,
Máría, lifir þú sæmd í hári,
Máría, ert þú af miskunn kærust,
Máría, léttu synda fári,
Máría, lít þú mein þau er vóru,
Máría, lít þú klökk á tárin,
Máría, græð þú mein en stóru,
Máría, dreif þú smyrsl í sárin.
J.S., Ó.H., S.K.
LAGFÆRINGAR OG VIÐAUKAR VIÐ ÁÐUR
PRENTUÐ RIT
Bibliotheca Arnamagnœana XXXI, 1975, bls. 4,1. 13 a. n. Liosvikinga,
les: Liosvetninga.
Sama bók bls. 224. Annað dæmi þess, að kvæðisupphafið “Heyrðu
himna smiður” er nefnt sem lagboði á 17du öld, er í “háttatals kvæði”
(um konu), sem varðveitt er í tveimur náskyldum uppskriftum, AM
166a og 166b 8vo. Kvæðið byrjar “Fyrst í gýgjar gusti”, og er hver
vísa með sínum hætti, en nafn háttarins utanmáls. 48da erindi hefst
“Mynda eg mærðar spil, mens hlýði bil”, og stendur utanmáls “Eins
lag og heyrdu himna smidur”; erindið er samsett af 12 vísuorðum, ekki
8 eins og venja er til. Jón Þorkelsson lét prenta þenna háttalykil í Smá-
stykker, 1884-91, bls. 345-60, og eignaði Þórði á Strjúgi (sbr. Kvæða-
bók úr Vigur, inngang bls. 37).
Sama bók, bls. 400 o. áfr. í AM 163 4to, Jónsbókarhandriti, að mestu
með hendi sr. Jóns Erlendssonar, eru tilvísanir utanmáls í “codex Ari-
anus” (Katalog AM I 443). Þar mun líklega átt við lögbók Ara Jóns-
sonar.
Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, 1977, bls. 408. Rit-