Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 99
SKRIFTABOÐ ÞORLÁKSBISKUPS
95
sló kaleik niður ‘síðan sungið er qui pridie’52 ef kom á altari (21. grein).
Ekki eiga þessi ákvæði svo kunnugt sé nákvæma hliðstæðu í erlendum
heimildum. Þó mun mega fullyrða að hér sé farið eftir skriftaboði sem
runnið er frá Paenitentiale Cummeani. í þessum írsku skriftaboðum
segir m. a.: Qui effudit calicem in fine sollemnitatis misse, .xl. diebus
peniteat, Sá sem hellir úr kaleik í lok messu skriftist í fjörutíu daga.53
Þar eru og ákvæði um það ef úr kaleik félli á altari dúklaust eða með
dúkum, þyngri skriftir urðu ef dúkar voru á: Si super altare stillauerit
calix, sorbeat minister stillam et temis peniteat diebus et linteamina
quae tangerit stilla per tres abluat uices calice subter posito et aquam
ablutionis sumat, Ef drýpur úr kaleik á altari skal prestur sjúga drop-
ann og skriftast í þrjá daga og dúkana sem dropinn snerti skal hann
þvo þrisvar með kaleiknum undir og drekka þvottavatnið. Líkindin eru
hér ótvíræð. í sömu skriftaboðum segir einnig: Si uero de calice aliquid
per neglegentiam stillauerit in terra, lingua lambetur, tabula radatur,
igni sumatur, En ef hann steypir einhverju úr kaleik af vangá til jarðar
skal sleikja það með tungunni, skafa borð og brenna á eldi.54
Augljóst er að ákvæðin í Skriftaboðum Þorláks eiga sér fyrirmynd
í erlendum skriftaboðum runnum frá Paenitentiale Cummeani. Ýmsir
milliliðir em hugsanlegir bæði frá Bretlandi og meginlandi Evrópu.
Þannig em ákvæði þessi flest t. d. í hinum geysilega útbreidda Excarp-
sus Cummeani.55 Cummianus Longius, biskup í Clonfert á írlandi,
höfundur upphaflega skriftaboðsins er í Ulster annálum talinn hafa
dáið árið 662. Á áttundu og níundu öld bámst skriftaboðin til megin-
lands Evrópu og er efni þeirra ekki síst varðveitt í skriftaboðum þeim
sem þar voru samin og kölluð hafa verið Excarpsus Cummeani.58
í lok Þorláksskriftanna í 625 og 42 er klausa sem fjallar um það að
sá sem setur skriftir skuli athuga annmarka atburð (25. grein). Ekki er
útilokað að texti Þorláksskrifta um annmarka atburð sé skyldur róm-
verskum rétti þar sem talað er um að virða stað og stund eða staði og
tíðir við boð skriftar. Atriði í Decretum Gratiani, c. 19 D I de poen.,
52 Qui pridie var vers sem prestur söng þegar hann hélt uppi guðs líkama
(elevatio) í messunni fyrir söfnuðinum, sjá Messuskýringar, utg. O. Kolsrud, bls.
52.
53 Irish Penitentials, bls. 130-31.
54 Irish Penitentials, bls. 132-33.
55 Wasserschleben, Die Bussordnungen, bls. 489-91.
56 Sjá inngang L. Bielers í Irish Penitentials, bls. 6-7.