Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 76
72
GRIPLA
afbrýði og hótar honum hörðu. Þýðingin kann að vera frá 12tu öld,
en er varðveitt í handriti frá miðbiki 14du aldar (AM 226 fol., bl.
121rb-121va):
Hann dreymði þá at Júlía er hann hafði átt, dóttir Júlii Cesaris, kœmi
at honum og mælti til hans með mikilli reiði: ‘Þat kann ek at segja þér
at helvítisguðin búa þér margar vistir ok morg meinlæti. Þú vannt sigr
meðan vit várum hjóna. En nú hefir þú skipt hamingjunni með rekkna-
skiptinu. Hafa Cornelie ekki giptusamliga gingit verfongin, þó at hón
sé nú friðla þín. Ert þú náliga fauskr einn ok viltu þó flytja hana í her
með þér hvárt sem þú ferr á sjó eða á landi til þess at ek mega þín aldri
njóta. En hón skal þín þó eigi njóta, faðir minn mun angra þik um
daginn en ek um nætrnar. 0ngvar óminnisveigar hefi ek drukkit í oðru
lífi, þótt þú munir mik nú ekki. En hvat er þú bersk fyrir, þá mun ek
æ í miðri fylking vera, ok þess sver ek fyrir mína hpfðingja í oðrum
heimi, at þú munt aldri at 0ngu verða mega ok ekki mun þín bprn
mega frá þér skilja, ok svá mun þessi orrustu lúka at þú munt minn
verða ok með mér muntu fara.’ Síðan fór hón í brott, en Pompeius
vaknar og mælti mœðiliga: ‘Til hvers kemr þér Júlía at angra mik með
slíkum draumum, því at annat hvárt er vitit ekki eptir dauðann ellar
er dauðinn enskis verðr.’3
Hótun Þorbjargar er af sama tagi og sagt er frá í Hauksbókartexta
Landnámabókar: ‘Ena næstu nótt eptir dreymði Halldór, at Ásólfr
kom at honum ok kvezk bæði augu mundu sprengja ór hausi honum,
nema . . ,’4
Kolbrúnarvísur. Ekki væri ólíklegt að sumir lesendur væru nú orðnir
allóþolinmóðir og langaði til að minna á að frásögn Fóstbræðra sögu
af ástamálum Þormóðar hljóti að eiga rót sína að rekja til sannsögu-
legs atburðar, þar sem þess sé getið í Landnámu að Þormóður hafi
kveðið um Þorbjörgu kolbrún, og það sanni auk þess viðurnefni skálds-
ins. í því sambandi má vitna í neðanmálsgrein í útgáfu sögunnar í ís-
lenzkum fornritum VI, bls. 171: ‘Kolbrúnarvísur eru því miður með
öllu glataðar. Þær hafa án efa verið frægt kvæði í fornöld, svo sem ráða
má af ummælum Landnámu og viðurnefni Þormóðar.’ Því er fyrst til
að svara að frásögn Fóstbræðra sögu gæti verið samin eftir erlendri
fyrirmynd, þótt það væri staðreynd að Þormóður hefði ort þetta kvæði
3 Rómverja sögur eru prentaðar í Sýnisbók íslenzkrar tungu og íslenzkra bók-
mennta í fornöld, útg. af Konráði Gíslasyni, 1860. Bls. 195-196.
4 íslenzk fornrit I, bls. 65.