Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 49
BÆNDAHÁTTUR
45
upphafi kvæðis almennum orðum um Skarð og tignarmenn sem þar
hafi lengi búið. í kvæðinu segist hann ætla að nefna nokkra þá sem hafi
setið á Skarði, og gefur með því í skyn að hann hugsi sér ekki að geta
um alla ábúendur sem kunnir séu.
3-7. er. Loftur ríki er fyrstur ábúenda á Skarði, sem höfundur kann
skil á og nafngreinir. Hann er talinn fæddur nálægt 1375 (Einar Bjarna-
son, íslenzkir œttstuðlar I, 1969, bls. 195), og voru frá fæðingu hans
því sem næst þrjár aldir þegar Bændaháttur var ortur. I kvæðinu er
sagt að Loftur hafi keypt Skarð fyrir óðul austur á landi, og ber höf-
undur fyrir sig orðróm og annál, en með annálum getur hann sennilega
átt við hvers konar fróðleiksgrein eða rit. Loftur hefur fengið jarðir
fyrir austan með konu sinni, Ingibjörgu Pálsdóttur frá Eiðum (ísl. œtt-
stuðlar I, bls. 196-97), og er hugsanlegt að skjalagögn um þær eignir
hafi komið orðróminum á stað. Einnig er sagt að Loftur ætti Efra-Dal
undir Eyjafjöllum og fengi þá jörð í þjónustulaun. (ísl. œttstuðlar I,
bls. 204.) Skarð er talið að Loftur hafi fengið að réttum erfðum, en ekki
eru um það glöggar heimildir. (ísl. œttstuðlar I, bls. 190.)
Loftur er í kvæðinu rómaður fyrir skáldskap sinn, og er honum hér
eins og annars staðar á 17. öld eignaður Háttalykill. Um tildrög að
Háttalykli og uppruna hans hefur gengið sögn sem kemur fram í ritum
sem eru nokkru eldri en Bændaháttur. Þessa sögn hefur Björn Jónsson
á Skarðsá (1574—1655) þekkt, og styðst hann við hana í grein um Loft
Guttormsson í Skarðsárannál við árið 1436, þar sem þó er einnig farið
eftir rituðum heimildum. Upphaf greinarinnar um dauða Lofts og
Ingibjargar er sniðið eftir Gottskálksannál (Islandske Annaler indtil
1578, 1888, bls. 369), ártalið 1436 (rangt), nöfn skilgetinna barna og
arfhlutir væntanlega tekið úr skiptabréfi eftir Loft og Ingibjörgu (/s-
lenzkt fornbréfasafn IV, bls. 519-20), nöfn laungetinna sona og upp-
hæð löggjafar er úr gjafabréfi Lofts 1430 (ísl. fornbréfasafn IV, bls.
405-06). Þá verða eftir þrjár klausur sem Björn hefur trúlega úr munn-
mælum og eru kjarni sagnarinnar (Annálar 1400-1800 I, bls. 58):
1. Loftur: mikið skáld, átti 80 stórgarða, en dó í slæmu koti.
2. Kristín: sem Loftur hélt við mjög frekt, að sinni konu lifandi.
3. Loftur orti um Kristínu háttalykil hinn dýra.
Sögnin er í heillegri gerð hjá Jóni Gissurarsyni á Núpi í Dýrafirði (um
1590-1648) í Ritgerð um siðaskiptatímana (Safn til sögu íslands og
íslenzkra bókmenta I, 1856, bls. 671). Háttalykill er eignaður Lofti í