Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 125
MALUM NON VITATUR, NISI COGNITUM
121
voru að tönnlast á hinum sjö (eða átta) höfuðlöstum mönnum til
áminningar: öllum var gert að skyldu að þekkja þá, svo að þeir gætu
þeim mun betur varazt að falla í gildrur þeirra.
IV. í bréfi dagsettu 3. marz 1439 í Osló og ritað af prófasti einum,
ásamt lögmanni og presti, er notuð styttri mynd spakmælisins: ey maa
waratz nema witi, og bera höfundar bréfsins glöggt skyn á fornt hlut-
verk þessa orðskviðar, eins og vænta mætti af lærðum mönnum.13
Orðalagið hér er að því leyti óljósara en í dæmunum að framan, að
sögnin að varast hefur hvorki andlag né frumlag, og munu þeir ekki
margir málshættir á norrænu, sem hafa tvær setningar og báðar and-
lagslausar og frumlagslausar. Hér hefur merkileg þróun átt sér stað.
Þessi stutta og magnaða gerð málsháttarins virðist koma fyrir á íslandi
á síðari öldum: Ekki má varast, nema viti,14 þar sem ‘ekki’ hlýtur að
vera atviksorðið fremur en óákveðna fornafnið.
V. Auk Málskrúðsfræði hafa þrjú önnur íslenzk rit frá miðöldum
latneska málsháttinn í þýðingu, og er elzt þeirra Jóns saga baptista eftir
Grím prest Hólmsteinsson (d. 1298). í 20. kafla sögunnar ræðir Grímur
um það lýti,
er dómarinn gerist ofsóknarmaður og hræðir sér minni menn með
kúga eða einhverri vél til þess, að þeir leggi peninga fram við hann,
þar sem eigi eru löglegar sakir til, og þröngvir þá aflöglega, sem
hann ætti vernd að veita og fullkomið fuilting til allra réttra mála
eftir skyldu sjálfra laganna að boði síns höfðingja; verður þá vík-
ingur af varnarmanni, en vargur af geymslumanni. Og er kunnari
verða kynkvíslir þessa lýtis þeim er það vilja forðast, þar sem varla
má illt varast, nema vitað sé, verður það framið, ef nokkur sá, er
í málafylgju starfar, snarar með kúga eða einhverri vél peninga af
13 Diplomatarium Norvegicum III, bls. 541. Sbr. einnig Orðabók Guðbrands
Vigfússonar, s.v. vara. Þar sem norska bréfið var ritað eftir tungnaskipti, þótti mér
rétt að herma það stafrétt eftir útgáfu. Annars staðar er stafsetning samræmd að
nútíma venju, og er atviksorðið eigi ávallt svo ritað, þótt styttri myndin ei kunni
að vera til staðar.
14 Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson, íslenzkir máishœttir, 1966, bls.
344. Heimild þeirra er handritið Lbs. 1096 8vo, sem var skrifað c. 1780 og síðar.
Auk þess hafa þeir málsháttinn Ei má (illt) varast, nema viti, sem er tekinn úr riti
Finns Jónssonar Islenzkt málsháttasafn. (1920). Þá vitna þeir Bjarni og Óskar í
Þjóðsögur Jóns Arnasonar II, 1954, bls. 523, þar sem fjallað er um víti og svo er
að orði komizt: ‘Ekki varast, nema viti.’