Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 176
172
GRIPLA
þar sem lenti á landi skeið,
lét hann Gissur tjalda.
Ekki er nú vitað, hvaðan Grímur hefur fengið vitneskju um kirkju-
byggingu Gissurar hvíta í Selvogi, en Jón Þorkelsson lætur að því liggja,
að Grímur hafi þar stuðst við munnmæli.45 Vel getur þetta verið, þó
að aldrei verði úr því skorið, svo óyggjandi sé. En hafi svo verið, liggur
næst að álykta, að gerð Gríms af sögninni hafi ekki komist í óbundnu
máli á bækur vegna frægðar kvæðisins. Einnig getur verið, að Grímur
hafi leitað viðbótarfanga í Kristni sögu við framangreinda sögn Sel-
vogsmanna, sem einnig hefur varðveist í kvæði síra Jóns Vestmanns frá
árinu 1843.46 Samkvæmt Kristni sögu reistu þeir Gissur hvíti og Hjalti
Skeggjason kirkju í Vestmannaeyjum, þar sem þeir ‘skutu bryggjum á
land’ að boði Ólafs konungs Tryggvasonar.47 Á móti þessari ágiskun
mælir, að Jón Þorkelsson las eiginhandarrit kvæða Gríms Thomsens
síðastur manna, svo vitað sé. Orð Jóns um fyrstu kirkjubyggingu í Sel-
vogi: ‘og greinir þar sagnir (sögn Gríms Thomsens og sögn Selvogs-
manna, HÖE) á,’48 megi þá skilja svo, að þau séu ályktun Jóns sjálfs
sem styðjist við glataða athugasemd Gríms.
I Kveldriðum49 endurspeglast galdraöldin eins og bent er á í undir-
fyrirsögn kvæðisins, en þar stendur: ‘frá galdraöldinni.’ Hefur Grímur
lagt það í munn galdrakonu, vegna þess að hann lætur dans galdra-
kvenna og hanga vera uppistöðuna í atburðarás kvæðisins.
Forvitnilegt er að huga að tengslum kvæðisins við þjóðtrúna. Dans
galdrakvennanna og hanganna á sér varla mikla stoð í íslenskri þjóðtrú,
en sagnir um dans drauga eru þekktar víða í Evrópu, m. a. í Dan-
mörku.50 Gandreiðarnar eru algengar í íslenskum þjóðsögum en þá
helst gandreiðar álfkvenna, og svo léku galdramenn eins og síra Hálf-
dán á Felli þá list að ríða grunsamlegum gráum klárum.51 Til er sögn
48 Blanda I, 311.
48 Arnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-
1843. Svavar Sigmundsson sá um útgáfuna. Sögufélag 1979, Reykjavík, bls. 223-
224.
47 Kristni saga, ll.kapítuli.
48 Blanda I, 311.
« Ljóðmœli 1969, bls. 321-323.
50 Sjá Stith Thompson: Motif-Index E493; Handwörterbuch des deutschen
Aberglaubens VIII, 1098-1099; Feilberg: Ordbog over det jyske Almuesmál, sp0-
gelse III, 520a; danse IV (Tillæg), 93a; sjæl III, 214b og kirkegárd II, 128b.
51 Sbr. JÁ I, bls. 106-109 og 501-502.