Eimreiðin - 01.04.1925, Page 12
108
NÝNORSKT MÁL OG MENNING
EIMREIÐlN
landið, þar sem það áður var þert. Hulda Garborg, kona
Arna Garborg, hefur unnið að endurreisn þjóðdanzanna, er
óðum útrýma hinum erlendu. Stísur
norskur æskulýður danz eftir þjóð'
lögum, klæðist þjóðbúningum og
syngur þjóðkvæði.
I bæjunum hafa ungmennafélögn1
ekki unnið minna gagn en í sveit*
unum. Þau hafa haft holl áhrif a
æskulýðinn, haldið honum frá sukki
og svalli og hjálpað honum til a^
varðveita sambandið við átthagana
og sveitamenninguna. I félögum þess-
um starfa gamlir prófessorar, skáldi
herforingjar o. s. frv. — og leiða
æskulýðinn til stríðs og starfa.
Lýðháskólarnir nota norskt mál oS
/
gefa uppfræðslu í sögu Noregs 1
anda Sars. Heimskringsla Snorra or
sú lind, sem ávalt er ausið af, og ma
segja, að Noregur hinn ungi haf'
tekið höfund hennar í dýrðlingatöln
og sett hann í hásæti við hlið Ólaf*
helga. í skólunum er bjartsýni og þróttur ráðandi, vinnan ge
sem glæsilegust og bændalífið vegsamað. Má vera, að stundum
verði glamur úr þessu, en skólar þessir
hafa velt þyngra hlassi en unt er að
gera sér ljósa grein fyrir. Kunnastur
þessara skóla er skólinn á Voss, og
er skólastjórinn, stofnandi skólans, Lars
Eskeland, einhver hinn áhrifamesti
skólamaður, sem Norðmenn hafa átt.
Hann er jafnsnjallur sem kennari og
ræðumaður og skrifar listafagurt norskt
mál. Hafa margir Islendingar sótt
skóla hans og nokkrir einnig skólana
í Fana og á Hörðatúni og farið þaðan
ríkari en þeir komu.
Hulda Garborg.
Lars Eskeland.