Eimreiðin - 01.04.1925, Síða 24
120
NÝNORSKT MÁL OG MENNING
eimreiðiN
anborin við aðrar. En íslendingum finst fátt um flestar þýð'
ingar á gömlum norrænum kveðskap. Mortensson hefur skrifað
margt og margvíslegt. En hann er meiri hugsjóna- og þrótt-
maður en skáld. Þó eru ýmiss kvæði hans góður skáldskapur.
Orðaval hans er fornt og sérstætt mjög. Mikið hefur verið
látið af leikriti hans »Varg i veum«, en að minni hyggju gætir
þar meira lærdóms og sérvizku, en orðsnildar og sögulegs
skilnings. Sem maður og höfðingi er Mortensson hinn merkasti.
Hann hefur skrifað bók um Garborg, sem að vissu leyti er
merkileg, þar eð þeir Garborg voru aldavinir og Mortensson
þekti hann betur en flestir aðrir menn.
Vetle Visli er fæddur 21. september 1858. Hann er nú
rektor við lærða skólann á Hamri. Hann er sérkennilegur og
alvöruþrunginn rithöfundur, og hefur
oftast eitthvert mál að flytja í bókum
sínum. Stundum er hann þungur og
þreytandi, en oft er hann máttugur og
djúpsær. Beztar af hinum mörgu bók'
um hans tel ég »Malm« og »Sol'
vending«. »Malm« er lýsing á barátt-
unni milli gamallar siðmenningar og
framandi, ótileinkaðra, en lokkandi
áhrifa. Þetta efni er altaf jafn nýth
svo oft sem hefur verið um það fjall'
að. Visli gefur þarna djúpar og styrkar
mannlýsingar, hörfar hvergi undan eða
falsar veruleikann, og endar hvorki á
uppgjöf á lífinu og gildum þess, né einhliða fordæmingu eins
eða annars. Er hann yfirleitt rökvís og réttlátur í bókum sín-
um, þrátt fyrir það, að hann hefur oftast mál að flytja. »Sol'
vending« er á alt annan veg en hin. Hún er skrifuð af mikiH'
snild og leikni, er ljóðræn og dulrömm, styrk og viðkvæm-
Hún lýsir baráttunni milli eyðandi hefndarhugs og fórnfúsrar,
göfgandi ástar. Er »Solvending« ein hin fegursta bók í ný'
norskum bókmentum.
Anders Hovden er fæddur á Sunnmæri 13. apríl 1860. Nú
er hann prófastur á Upplöndum — en hann ólst upp við sjó'
mensku og bændastörf, og um sjómenn og bændur og hið