Eimreiðin - 01.04.1925, Page 26
122 NÝNORSKT MÁL OQ MENNING eimreið'n
í skauti móður jarðar, en lifna þó á vori hverju í nýju111
gróðri.
Barnasögur Lölands eru það snildarlegasta af því sem
hann hefur skrifað. Hann sér djúpt og skýrt og lýsir með
viðkvæmnisblandinni nákvæmni og nærgætni. Af barnabókum
hans vil ég ekki benda á neina sérstaka. Má heita að sama
sé, hver er. Af öðrum sögum og sagnasöfnum hans vil eS
nefna »Hugtekne«, »Skuld«, »Emne« og »Heime og ute«.
Hans Seland er fæddur 1867. Hann er bóndi í FlekkU'
firði. Hann hefur skrifað margar bækur um bændalífið, oð
lýsir hann einkum þeim, sem nema nýtt land eða með ráðJ
og dáð rækta jarðir sínar. Sögur hans eru þróttmiklar oð
hressandi, og hefur hann unnið mikið gagn með skáldskap
sínum. Hann hefur og skrifað gamansögur — og er han"
alkunnur að því, hve hann segir skemtilega slíkar söguL
Góðar barnabækur hefur hann einnig skrifað. Hann er dug'
legur bóndi og hefur sýnt í verki, að ekki er ofvaxið nýtum
manni að rækta land og færa út kvíar, jafnvel þótt hann
efnalítill sé.
Sven lAoren er fæddur í Trysil, austur undir landamærun'
Svíþjóðar, 24. október 1871. Hann er bóndi, ákafur »mál«'
maður og einn af þeim hugsjónamönnum, sem eitthvað vilja
gera til þess að koma hugsjónum
sínum í framkvæmd. Hann hefur
starfað mikið í ungrnennafélögunum-
Hann skrifar um bændur austur
þar, einkanlega um unga menn
stórhuga, menn, sem þrá að komast
»upp yfir fjöllin háu«, en ert1
bundnir sterkum böndum við heima'
löndin. Hann skrifar afbrigða fagur*
mál, og náttúrulýsingar hans erU
snildarfagrar. En stundum fleyS3
þær bækur hans, svo að heildin fer
nokkuð í mola. Hann er listraen11
og þýður, hlýr og viðkvæmUL
dæmir ekki, en skilur fólkið og l>f,r
með þeim, er hann lýsir. — Beztu
Sven Moren.