Eimreiðin - 01.04.1925, Síða 34
130 NVNORSKT MÁL OQ MENNING eimreidiN
Af fræðilegum rithöfundum má nefna prófessorana Halvdan
Koht, Edvard Bull og Knut Liestöl. Koht er mjög lærður
sagnfræðingur og Bull hefur skrifað merkileg söguleg rit-
Liestöl er allra manna fróðastur í þjóðlegum fræðum og hefur
annast merkilegar útgáfur af þjóðvísunum.
Blaðakost hafa »mál«menn allmikinn. Stærst af blöðunuiu
eru »Gula Tidend« í Björgvin, ötult málgagn vinstri flokks-
ins og allra þjóðþrifa — og »Den 17de mai« í Osló. Stofn'
andi að »Den 17de mai« var Rasmus Steinsvik, einhver hinn
ötulasti forvígismaður nýnorskunnar. sem uppi hefur verið>
og ótvírætt einn af merkilegustu blaðamönnum Noregs. Af
tímaritum vil eg benda á »Syn og segn«, sem »Det norske
samlaget« gefur út. Ritstjóri þess er dócent Olav Midttun■
í desemberhefti ritsins 1923 er grein eftir ritstjórann, sem
hann nefnir »Dansk eller norsk litterær tradisjon«. Er gott fyr>r
þá, er vilja kynna sér muninn á dönskum og norskum stíl
anda, að lesa grein þessa. Af öðrum ritum vil ég nefna
»Norsk árbok«, sem prófessor Torleiv Hannás gefur út 1
Björgvin. Er hann íslandsvinur mikill, kjarnmikill og norrænn
í húð og hár.
Eg hef nú reynt að gefa yfirlit yfir nýnorskar bókmentu-
og þjóðreisnarbaráttu »mál«manna. Margt kann að vera at-
hugavert við grein mína, enda er fátt heillegt að halda sér
við og erfitt að gefa glögga yfirsýn
yfir stórt efni í stuttu máli. £n
eg vona, að nokkuð verði íslenzkur
almenningur fróðari eftir lesturinn,
# /
eigi hægra um vik að átta sig a
»mál«hreyfingunni en áður og geh
frekar kynt sér hana og nýnorskar
bókmentir. Væri gott, að landsbóka'
safnið hundsaði þær ekki eins frek'
lega hér eftir sem hingað til, þvl
að vart má slíkt heita skammlaust
og því síður réttlátt.
Til leiðbeiningar þeim bókafélÖS'
um eða einstaklingum, sem kynnU
að vilja fá nýnorskar bækur, skal
Olaf Norli.