Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 36
132
HINSTI DAGUR
EiMREiÐlf'"
Ókind með þjósti og undrahasti,
í sig er hámar loftsins bláma,
hleypir úr örmum hremmistormi;
hamstola, blindur kyngi-vindur
lygnuna gleypir, ljósið glepur,
loftinu spillir, sjóinn tryllir.
Þann veg er mar að þrjóta bárur,
— þrífst ei á sævi himinglæfa;
helzt virðast fjöll með hamrasyllum
hrynjandi bera’ að traustum kneri.
Svo er ei heldur sjávarskvaldur,
svalk eða gustur láti í hlustum:
hremmilegt þrusk og heiftaröskur
hlymur og fylgir þessum bylgjum.
Súðirnar veina, stálið stynur,
stormurinn greiðir háfi og reiða
myljandi slög og málminn agar,
meiri þó eru höggin sjóa.
Hverfandi veilu’ í brest og bilun
breytir skak það í andartaki. —
Staðið er enn og stórt er unnið,
starfsdáð ei smærri, — en nokkrum færra
Kjarnviðir hrökkva, stálið stekkur. —
Stöðvaðu, drottinn, veðrahrottann;
sýn oss þá náð, ó, sólnafaðir,
sviftu’ ei þjóð vora slíku blóði. —
Þrymur í kili, þiljur molast,
þysinn stígur og allir hníga.
Starfinu er lokið — strangri vöku;
stuttur er Gýmis háttatími.
.10 í
Veðurs og rastar mögnum mestu
meistarinn veit að þarf að beita
atgervi bezt og úrvals hreysti,
eins til að verki á málminn sterka.
J