Eimreiðin - 01.04.1925, Page 52
148
SIQ. KR. PÉTURSSON
eimreiðin
urður fluttur þangað, 16 ára að aldri. Má geta nærri, að slík
vistaskifti hafi ekki litið glæsilega út í augum ungs manns,
jafnvel þótt ekki væri frá miklu að hverfa. Sennilega hefur það
verið eitthvað áþekt því að vera grafinn lifandi. Annars skilur
það enginn nema sá, er eitthvað svipað hefur reynt. Þessi
ráðstöfun örlaga-
valdanna hefur þó
leitt af sér mikla
blessun. Á spítal-
anum gafst SÍ9'
urði tóm og tæki'
færi til fræðaiðk'
ana og andlegr3
starfa, enda tók
hann nú að leggi3
stund á ýmsar
fræðigreinar, meó
miklum áhuga^
— Hagaði hanu
náminu þannig-
að hann lagði að
eins stund á eina
námsgrein í einu-
Þannig las hann
um tíma að eins
eðlisfræði, o.s.
Kemurþegarfram
í þessu verksvh
SigurÖur Kristófer Pétursson. hans og skynseiui-
Hann skildi, að
ekki er holt að hafa mörg járn í eldinum í einu. Og rneó
þessum hætti tókst honum að afla sér staðgóðrar undirstöðU'
þekkingar í ýmsum fræðum, svo að hann varð og er að mörgu
leyti »lærðari en þeir lærðu*. Fróðleikslöngun hans er mjÖð
mikil og skilningurinn skarpur. Minnið er mjög gott. Hanu
er sömuleiðis gæddur óvenju skarpri athugunargáfu, svo ^
margt, sem fer alveg fram hjá öllum þorra manna, verður
honum tilefni til rannsókna og uppgötvana. Hann sér oft h$