Eimreiðin - 01.04.1925, Side 65
EiMREIÐIN
VÉLQENQI OQ VITGENGI
161
•nn Walther Rathenau. í hinu merka riti sínu Was W/ird
^erden, sem út kom árið 1921, kemst hann þannig að orði:
»Það er aðeins eitt í óumflýjanlegri heimsbaráttu vélamenning-
ar>nnar, sem vér hljótum að viðurkenna og beygja oss fyrir, og
betta eina er viljinn til að sameina. Þetta er jafn áreiðanlegt
e>ns og það, að vaknandi sál vor er það musteri, sem vér
lifum fyrir og hrærumst í, og að elskan er sá lausnari, sem
b»ýr fram guðseðlið í oss. Að sama skapi sem vér bregðum
Vfrf vélamenningu vorra tíma björtum kyndlum trúar og til-
beiðslu skal menning sú týna spillimætti sínum og breytast í
hiónustu. Vei þeirri kynslóð, sem daufheyrist við rödd sam-
v>zkunnar, sem staðnar í efnishyggju, sem lætur sér nægja
hóglífi og hégómlegar nautnir og ofurselur sjálfa sig viðjum
e>9ingirni og haturs. Vér lifum ekki á þessari jörð til þess að
°ölast eignir eða vald né heldur farsæld; vér lifum hér til
hess að þroska guðdómlega eiginleika mannssálarinnar«.
Fyrir þrem árum síðan kom út ritgerð eftir enska líffræðing-
»>n C. Lloyd Morgan, um þróunarkenninguna. Ritgerð þessi
Vakti mikla eftirtekt, því bæði er það, að höfundur hennar
er einhver lærðasti líf- og sálarfræðingur vorra tíma og einn af
a9ætustu lærisveinum Huxleys, og eins hitt, að skoðanir þær
u>n þróunina, sem höfundurinn heldur þar fram, stynga all-
»>iög í stúf við eldri kenningar. Hann sýnir fram á, að fyrir-
brigði náttúrunnar, bæði hinnar lífrænu og ólífrænu náttúru,
hijóti að stjórnast af einhverju öðru en blindri rás orsaka og
aileiðinga, og telur ókleift annað en viðurkenna æðri stjórn
eba það, sem hann nefnir hina skapandi uppsprettu þróunar-
>nnar. Þessi skapandi uppspretta þróunarinnar er staðreynd,
Sem vísindin geta ekki gengið fram hjá. Það er sama upp-
sÞrettan og trúarbrögðin einkenna með orðinu guð. Og um
Samband heila og hugar kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
b»gurinn sé það aflið, sem knýi heilann til starfs, en hafnar
beirri kenningu, að heilinn og taugakerfið geti út af fyrir sig
Verið nokkur aflgjafi huganum, heldur að eins tæki. í náttúr-
Utmi ríkir tilgangslögmál, sem knýr þróunina upp á við áleiðis
kl guðs. Um það verður varla deilt, að hugurinn er orsök
akveðinna breytinga, bæði efnislegra og andlegra. Þegar alt
bemur til alls stafa allar breytingar frá andlegri starfsemi.
11