Eimreiðin - 01.04.1925, Side 67
eimreiðin
VÉLQENQI OG VITGENGI
163
ing sem þessi tæpast verið hugsandi. Alt bendir til að vél-
Qengisfylgjendum fari sífelt fækkandi, og að í stað vélgengis-
hvggju sé nú vitgengishyggjan að riðja sér til rúms innan vís-
'fidanna og sú sannfæring að ná tökum á fræðimönnum nú-
hmans, að ákveðinn æðri tilgangur felist í rás lífsins og að
roannssálin sé annað og meira en »kypphræringar á þróunar-
skeiði«. En svo mætti í stuttu máli kalla það samsafn fyrir-
brigða, sem vélgengisfylgjendur höfðu lagt til grundvallar fyrir
skoðunum sínum um sálarlífið.
Sv. S.
Undir morgun.1)
Ó, heilaga stund með þinn draumljúfa, dýrðlega friðinn!
Dagurinn Ijómar áður en nóttin er liðin.
Þau vefja hvort annað svo ástríkt í armana sína
um andartaksbil, áður hækkandi sól fer að skína.
Þau hljóta að skilja — og brjóstin af treganum titra,
hún tárin sín gefur, er skínandi á blómunum glitra;
þær ástdaggir himneskar óðar hann fagnandi teigar,
því unnustan gaf honum sjálf þessar blikandi veigar.
Hann spor hennar kyssir — er snýr hún á vesturvegu
með værðina, friðinn og hvíldina guðdómlegu.
En hann verður eftir sem voldugur vörður oss yfir
og vekur til starfa það alt, sem í heiminum lifir.
Halla Loptsdóttir.
_______ ■ • ■ •____________• itp-* -q ________
1) Ljóð þetta er eftir sömu konuna og átti kvæðin þrjú í síðasta^hefti
Eimr., Höllu Lovísu Loptsdóttur á Sandlæk, Árnessýslu.