Eimreiðin - 01.04.1925, Page 75
Eimreiðin FERÐ UM MIÐSVÍÞJÓÐ 171
En alt er hér vistlegt. jafnvel skjólurnar og vatnsfötuokið
er málað og útskorið svo snyrtilega, að það er prýði að því,
enda hengt inn í setustofuna. Menningin er verkleg en ekki
bókleg. Á mörgum bæjum var engin bók til nema ef til vill
sálmabók eða bænakver. Hér er ekki bókahylla með þykkva-
málsfræði og þýðingu af Faust hlið við hlið, eins og ég sá á
b® einum í Skagafirði.
jámtland liggur fyrir vestan Ángermanland álíka norðarlega
°S Island. Er það svo frjósamt land og gott, að það er orð-
Kirkja.
tak, að orðið hafi endaskifti á Svíaríki. Guð hafi ekki ætlast
I'l. að þetta kostaland væri svona norðarlega, eða að Suður-
Svíþjóð baðaði grýttar merkurnar í sól og mildara veðri. —
En sitt er hvað gæfa eða gjörvileikur, og á það ekki síður
v'ð um löndin en mennina, sem byggja þau.
Héraðið er frægt fyrir fegurð. Fór ég því upp á eyju, sem
Erösö heitir og liggur í Storsjön, því þaðan var útsýni víðast
' nágrenninu. Einkennilegt var að sjá landið þaðan. Hver
hlíðin tekur við af annari og hver grenitoppurinn við annan
án verulegra lit- eða formbreytinga. Skógurinn hylur alt, svo
^ér sést ekkert af byggingu eða línum fjallanna. Hátt uppi í