Eimreiðin - 01.04.1933, Side 22
134 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin
settar í staðinn, aðal-
lega skipaðar nazistum.
í sjálfu þýzka ríkisþing-
inu voru samþykt lög
með yfirgnæfandi meiri-
hluta um að gefa Adolf
Hitler ríkiskanzlara fult
og ótakmarkað vald til
að stjórna Þýzkalandi í
fjögur ár, án þess að
þingið þurfi að hafa
hönd í bagga með
honum. — í Austurríki
hefur Engelbert Dolfuss
einræðisvald og neitar
að kalla saman ríkis-
þingið, fyrst og fremst af
því hann óttast að þingið
veiki aðstöðuna í baráttu
hans gegn Hitler og
stjórn hans í Þýzkalandi.
Enginn maður hefur vakið eins mikla eftirtekt á sér síð-
asta ársfjórðunginn og Adolf Hitler. Hann hefur verið tign-
aður sem æðri vera og hataður sem versti
meðUr,nn blóðhundur. Um hann hefur verið meira deilt
Þórsmerkið. en nokkurn annan samtíðarmann. Stalin, Mus-
solini og Roosevelt^hafa horfið í skuggann fyrir
þessum jörmunrek Þýzkalands. Áhrifavald hans er ef til vill
fyrst og fremst fólgið í því, að hann er ræðumaður góður.
Sem ræðumanni hefur honum verið lýst í grein um hann,
sem birtist í enska tímaritinu Review of Reviews, aprílheftinu
þ. á., eftir meðritstjóra þess, Roger Chance, sem reit greinina
nýkominn heim frá Þýzkalandi, þar sem hann hafði dvalið
beinlínis til þess að kynnast þjóðernis-jafnaðarmannahreyf;
ingunni og foringja hennar, Hitler. Það er ljóst af greininni.
að höfundurinn er andstæðingur Hitlers í skoðunum, og má
ætla að mynd sú, sem dregin er upp af Hitler, sé ekki
fegruð, en annars virðist greinin fyrst og fremst róleg og
hlutlaus athugun þaulvans blaðamánns á því, sem fyrir augun
ber, færð í lelur með það eitt fyrir augum að fræða lesend-
urna. Það er á stjórnmálafundi í íþróttahöllinni í Berlín, sem
öll er skreytt Þórshamars-flöggum, og þar sem hvert sæti er
skipað, konum og körlum, ungum og gömlum, að fólkið bíður
eftirvæntingarfult eftir komu Hitlers. Og nú er bezt að láta