Eimreiðin - 01.04.1933, Page 24
136
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ópum, að það er eins og hann ætli aldrei að gefa ræðu-
manni hljóð. Af Hitler eru til óteljandi ljósmyndir, en mér
finst öll framkoma hans sköruglegri en ég hafði gert mér
áður í hugarlund af Ijósmyndunum, segir höfundurinn. Þjóð-
verjar! Það er ávarp hans. Fyrstu orðin talar hann hægt og
rólega með undarlega djúpri rödd, og nú ríkir alt í einu
dauðakyrð. Hún hefur komið eins skyndilega og fagnaðar-
lætin, þegar hann kom inn í salinn. Hann talar með varkárni,
en skýrt og ákveðið. — Málsnild hans er sannfærandi, eins
og hann væri snjall leikari á leiksviði. Ég virði hann vand-
lega fyrir mér. Hárið, svart og vel greitt, stutt, snubbótt yfir-
skeggið, sem er eins og það hafi verið límt undir oddhvast
nefið — alt er þetta eins og myndin af honum sýnir. Hann
grípur öðru hvoru um sylgjuna á belti sínu með vinstri hendi
eða styður henni á borðið fyrir framan sig. Hann hristir höf-
uðið til áherzlu eða hneigir sig í viðurkenningarskyni, og
hæglæti hans við byrjun ræðunnar smáhverfur, unz hann
hefur talað sig heitan. Hann sveiflar hægri handleggnum á
loft, og orðin streyma óðari og ákafari af vörum hans, hnef-
inn er reiddur gegn óvinunum, kommúnistunum, sem hann
lætur skammirnar dynja á — röddin verður ofsafengin, og
ræðan ber nú öll einkenni lýðæsinganna, eins og ég hafði
búist við, en það ræðuform er mér hvimleitt. Svo lækkar
hann aftur róminn og bætir við nokkrum dimmrödduðum
setningum, sem hitta af því að enga áreynslu þarf til að skilja
þær. — Þannig hnígur og rís alda orðastraumsins á áheyr-
endunum, sem hlusta hugfangnir. Gömul kona fyrir framan
mig situr álút með spentar greipar, eins og hún sé á bæn.
Öðru hvoru lýstur upp fagnaðarópum. Heiðvirður borgari við
hlið mér deplar augunum, og það kemur móða á gleraugun
hans; hann er auðsýnilega í geðshræringu, bítur á vörina og
gefur konu sinni olnbogaskot svo sem til samþykkis orðum
ræðumanns.
Þannig lýsir sjónarvottur Adolf Hitler sem ræðumanni.
Hitler er fæddur í Branau í Austurríki og er nú 43 ára
gamall. Hann stundaði nám í Linz og hugðist seinna að verða
listamaður, misti foreldra sína ungur, fór seytján ára til Vínar-
borgar, sýndi þar dráttmyndir eftir sig, sem ekki vöktu þá
athygli sem hann hafði vonað, og tók hann nú að leggja
stund á húsgerðarlist. En hann var blásnauður og vann í tvö
ár sem verkamaður við húsasmíði, fékk á þessum árum megn-
ustu óbeit á verklýðsfélögurn, lýðræði og gyðingum,^en bar í
brjósti ákafa löngun til að verða stjórnmálaleiðtogi. Árið 1912
settist hann að í Miinchen, barðist á vesturvígstöðvunum í
heimsstyrjöldinni, var þar í fjögur ár, særðist tvisvar og varð