Eimreiðin - 01.04.1933, Page 32
144
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ár, og virðist svo sem þær geti ekki stafað af neinum fyrir-
brigðum, sem eigi rót sína að rekja til jarðarinnar, heldur
eigi upptök sín úti í geimnum frá einhverjum stað langt utan
við það sólkerfi, sem jörðin á heima í. Með mælingum hefur
staður þessi verið ákveðinn nánar og samkvæmt þeim reynst
vera nálægt miðju vetrarbrautarinnar, eða svo nákvæmar sé
til orða tekið, »mjög nálægt þeim punkt, þar sem braut jarðar
um sólu sker miðju vetrarbrautar, og þeim punkt, sem sól-
kerfið færist að í stefnu þess við aðrar stjörnur*. Rannsókn-
um á þessum dularfullu geimbylgjum heldur áfram, og hefur
fundurinn vakið allmikla athygli vísindamanna, líkt og geim-
geislar dr. Millikans gerðu á sínum tíma. En talið er að enn
þurfi að prófa betur, hvort bylgjur þessar komi í raun og
veru þaðan sem þær virðast koma samkvæmt áðurnefndum
mælingum, því úrslitasönnun um það er ekki talin fengin fyr
en mælingarnar hafa verið endurteknar af sérfræðingum, svo
og gerð ný rannsókn á bylgjunum sjálfum, og niðurstaðan af
öllu þessu síðan lögð undir úrskurð sérfræðideildar einhverrar
vísindastofnunar. Stuttbylgjufræðin er yfirleitt að verða ein-
hver eftirtektarverðasta vísindagrein, sem nú er iðkuð, og
nýjar uppgötvanir á því sviði eru að opna mönnum sýn inn í
áður óþekta undraheima. Menn eru að gera tilraunir með
útvarp á örfárra metra bylgjulengd og jafnvel farnir að tala
um útvarp á nokkurra sentimetra stuttbylgjum. Þannig er
hugvitsmaðurinn ítalski, Marconi, um þessar mundir að vinna
að stórfeldum endurbótum og uppgötvunum í sambandi við
stuttbylgjurnar. Tilgátur eru uppi um að sjálfur mannshugur-
inn sé örstuttar radíóbylgjur, sem með tímanum muni takast
að ná á þar til gerð tæki. Má vænta margra nýjunga í þess-
ari vísindagrein nú á næstu árum. 24/ö ’33.