Eimreiðin - 01.04.1933, Side 42
154
JÓLAGJÖFIN
EIMREIÐIN
ekki hafa hugmynd um þetta fyr en á jólunum*, og hann
benti á glansandi kassann, sem stóð á búrbekknum.
Augu Signýjar ljómuðu af hrifningu, og hún fór að strjúka
móðuna af kassanum.
»Er óhætt að geyma þetta í fjárhúsunum? hélt Grímur
áfram. »Heldurðu ekki að blessuð kerlingin mín verði hrif-
in?« »Jú, það verður hún áreiðanlega*, sagði Signý. »Og
nú skaltu fara með vélina inn í fjóshlöðu og grafa hana ofan
í heystálið. Þar er svo þurt, að hún ætti ekki að skemmast
þessa daga sem eftir eru«.
»Altjend ertu eins ráðagóð*, sagði Grímur. »Blessuð komdu
með týruna og hjálpaðu mér«.
Að svo mæltu gengu þau til fjóshlöðunnar, sem var áföst
við eldhúsið, klifruðu upp á heystálið, og þar gróf Grímur
gersemina og breiddi vandlega ofan yfir.
— — — Gigtarólukkan hafði látið með verra móti í Abí-
gael þetta kvöld, og svo fanst henni hálfkalt í rúminu, þegar
hún var háttuð. Það vantaði blessaðan bóndaylinn, og þessi
nýbreytni, að Grímur var ekki heima, var því valdandi, að
hún gat ekki sofnað. Hún heyrði undirganginn þegar Rauðka
dró sleðann upp á gaddfrosinn hlaðvarpann, og hún heyrði
líka greinilega þegar Grímur opnaði hurðina. En hvað hann
sagði við Signýju gat hún ekki heyrt, þó hún stæði á önd-
inni. »Hvað gat hann viljað Signýju fram í bæ um hánótt?*
Þetta gat hún ómögulega skilið. Einhver ónotakend greip
hana, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir hvernig væri
háttað. Hún beið og hlustaði og heyrði ekkert nema hjart-
sláttinn í sjálfri sér. »Hvað gátu þau verið að gera — og
það svona lengi?« Hún þoldi ekki mátið lengur, heldur vafði
utan um sig ábreiðuna og hökti fram. Hvergi var ljós, og
hún þreifaði sig fram göngin. Jú — skímu lagði úr hlöðu-
ganginum. Þangað læddist hún og gægðist inn. Og hvað sá
hún? Grím, brosandi og voteygðan, að tína töðustráin af
millipilsi Signýjar.
Abígael sortnaði fyrir augum, og hún fékk suðu fyrir eyrun.
Það var með naumindum að hún kæmist inn í baðstofuna
og upp í rúmið. Henni fanst sem eitthvað hefði slitnað innan
í brjóstinu á sér. Hún þurfti að taka á öllum kröftum til að