Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Page 42

Eimreiðin - 01.04.1933, Page 42
154 JÓLAGJÖFIN EIMREIÐIN ekki hafa hugmynd um þetta fyr en á jólunum*, og hann benti á glansandi kassann, sem stóð á búrbekknum. Augu Signýjar ljómuðu af hrifningu, og hún fór að strjúka móðuna af kassanum. »Er óhætt að geyma þetta í fjárhúsunum? hélt Grímur áfram. »Heldurðu ekki að blessuð kerlingin mín verði hrif- in?« »Jú, það verður hún áreiðanlega*, sagði Signý. »Og nú skaltu fara með vélina inn í fjóshlöðu og grafa hana ofan í heystálið. Þar er svo þurt, að hún ætti ekki að skemmast þessa daga sem eftir eru«. »Altjend ertu eins ráðagóð*, sagði Grímur. »Blessuð komdu með týruna og hjálpaðu mér«. Að svo mæltu gengu þau til fjóshlöðunnar, sem var áföst við eldhúsið, klifruðu upp á heystálið, og þar gróf Grímur gersemina og breiddi vandlega ofan yfir. — — — Gigtarólukkan hafði látið með verra móti í Abí- gael þetta kvöld, og svo fanst henni hálfkalt í rúminu, þegar hún var háttuð. Það vantaði blessaðan bóndaylinn, og þessi nýbreytni, að Grímur var ekki heima, var því valdandi, að hún gat ekki sofnað. Hún heyrði undirganginn þegar Rauðka dró sleðann upp á gaddfrosinn hlaðvarpann, og hún heyrði líka greinilega þegar Grímur opnaði hurðina. En hvað hann sagði við Signýju gat hún ekki heyrt, þó hún stæði á önd- inni. »Hvað gat hann viljað Signýju fram í bæ um hánótt?* Þetta gat hún ómögulega skilið. Einhver ónotakend greip hana, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir hvernig væri háttað. Hún beið og hlustaði og heyrði ekkert nema hjart- sláttinn í sjálfri sér. »Hvað gátu þau verið að gera — og það svona lengi?« Hún þoldi ekki mátið lengur, heldur vafði utan um sig ábreiðuna og hökti fram. Hvergi var ljós, og hún þreifaði sig fram göngin. Jú — skímu lagði úr hlöðu- ganginum. Þangað læddist hún og gægðist inn. Og hvað sá hún? Grím, brosandi og voteygðan, að tína töðustráin af millipilsi Signýjar. Abígael sortnaði fyrir augum, og hún fékk suðu fyrir eyrun. Það var með naumindum að hún kæmist inn í baðstofuna og upp í rúmið. Henni fanst sem eitthvað hefði slitnað innan í brjóstinu á sér. Hún þurfti að taka á öllum kröftum til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.