Eimreiðin - 01.04.1933, Side 58
170
ÚTFARIR
EIMREIÐIN
fer vel á að viðskilnaður allra, hvernig svo sem líf þeirra
hefur annars verið, sé gerður sem líkastur. Því meiri maður
sem hinn Iátni hefur verið, því minna mun honum þykja í það
varið, að hinar jarðnesku leifar hans séu hlaðnar fánýtu glingri,
áður en þær eru bornar til moldar. Þegar dauðann ber að
höndum, þá eiga þeir, sem eftir lifa, oft um sárt að binda.
Hjá mörgum ber dauðann í fyrsta sinn að garði, þeir þekkja
lítt útfararvenjur og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér um
hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að allir geti áhyggjulaust
snúið sér til trúnaðarmanns bæjarfélagsins, sem annast alger-
lega um jarðarförina fyrir viðkomandi, fyrir svo vægt gjald
sem frekast er unt. Ég hika ekki við að fullyrða, að ef þeim
ráðum, sem hér á undan eru gefin, yrði fylgt, mætti, í hönd-
um samvizkusams kirkjugarðsstjóra, á svipstundu takast að
færa kostnaðarverð útfara bér í bæ niður um þriðjung til
helming.
Nú undanfarið hefur verið allmikið rætt um það að koma
upp bálstofu.
Að brenna lík við geysiháan hita í þar til gerðum ofnum
er aðferð, sem hefur rutt sér töluvert til rúms á síðari árum
í ýmsum löndum. Þó hefur líkbrenslunni hvergi tekist að út-
rýma greftruninni, og enn er greftrunin langalgengasta með-
ferð líka hjá flestum þjóðum.
Því skal ekki neitað að Iíkbrensla er frá heilsufræðislegu
sjónarmiði ein hin bezta meðferð á líkum, en hinsvegar eru
brenslutækin alldýr og verða í rekstri sérstaklega dýr í litlum
bæjum, þar sem oftast þarf að hita ofnana upp að nýju fyrir
hvert einstakt lík. Eins hefur þess alls ekki verið gætt sem
skyldi, þar sem líkbrensla er, að stilla í hóf kostnaði við
geymslu eða meðferð öskunnar.
Ef til þess kæmi að reist yrði hér bálstofa, væri auðvitað
sjálfsagt að bálstofa og líkhús væri bygð saman, með sam-
eiginlegri kapellu. Hér á landi gæti líkbrensla fyrst um sinn
einungis komið til greina í Reykjavík, og þess má því vænta
að gamla venjan, að jarða líkin, verði sú sem almenningur
hér á landi mun aðallega eiga við að búa á næstu áratugum-
Greftrun er af heilsufræðingum talin algerlega örugg með-
ferð á líkum, hvað snertir sótthættu eða aðra óhollustu, svo