Eimreiðin - 01.04.1933, Page 59
EIMREIÐIN
ÚTFARIR
171
framarlega sem hinum venjulegu varúðarreglum er fylgt, svo
sem hæfilegri dýpt grafanna, að vatnsból og hibýli séu ekki
of nærri grafreitum o. s. frv.
Því hefur oft verið haldið fram, einkum af þeim, sem bar-
'sí hafa fyrir líkbrenslu bæði hér á landi og annarsstaðar, að
Sfeftrun sé svo ógeðsleg meðferð á Iíkum, að hún geti þess
Ve9na varla talist siðuðum þjóðum samboðin.
A það get ég ekki fallist. Þvert á móti finst mér fara vel
a t>ví, að menn séu, þegar þeir hafa lokið lífi sínu hér á
}°rðu, lagðir í skaut þeirrar moldar, sem þeir hafa lifað og
borið bein sín á. Rotnun hins dauða líkama í jörðu er aðeins
lítill þáttur í hringrás lífsins og í sjálfu sér ekki ógeðfeldari
en brensla.
Um þessi atriði má auðvitað deila, en það má ekki gleym-
asf> að í náinni framtíð verða greftranirnar algengasta með-
ferð á líkum hér á landi, og þess vegna hin mesta nauðsyn á
að fyrirkomulag þeirra sé gert svo hagkvæmt og hentugt
almenningi, sem frekast er kostur.
Héðan og þaðan.
Nokkur kvæöi eftir Sigurjón Friðjónsson.
„Þeim var ég verst“.
(Guðrún Osvífursdóttir).
I skugga á sár mín er skygni bezt.
Sá skar þau dýpst, sein ég unni mest.
Um von á hvörfum er viðkvæmt flest
og varnarfátt þeim, sem elskar mest.
Þegar hugraun er storkað svo hrífi verst,
er hatur í nánd þar sem ást er mest. —
í kuldanum varð mér vörnin bezt,
verstum þeim, sem ég unni mest.
#