Eimreiðin - 01.04.1933, Page 68
180
ÞJÓÐERNISST. í ÞÝZKUM BÓKM.
EIMREIÐIN
halda fram, að þeir skrifi aðeins fyrir eigin bókmentaheim,
sem vanti samband við yngstu gróðraröflin í þýzku þjóðlífi,
að þeir skrifi, án þess að vera leiðbeinendur og ráðgjafar,
að þeir skrifi fyrir heiminn, en standi ekki föstum fótum í
sínum eigin jarðvegi.
Áhugi á sálarfræði hefur í för með sér almenna athygli á
æfisögum. Sérstaklega á þessu sviði kemur í ljós breytingin
á afstöðu mikils hluta þýzku þjóðarinnar til ofannefndra rit-
höfunda. Æfisögur eftir menn eins og Emil Ludwig og
Wassermann bera glögg einkenni »gamla« æfisagnastílsins.
Þessir höfundar hugsa sér hinar sögulegu persónur og lýsa
þeim, eins og þeim bezt líkar. Nú kæra ritdómarar þá fyrir
það, að þeir dragi fram örlög og sálarbaráttu ýmsra manna,
án þess að meta þróun þeirra á mælikvarða siðferðilegs
þroska. Markmið yngri skálda er því að sýna fram á fyrir-
myndir andlegs þroska og sígildrar tignar mannsins. Þetta
má segja t. d. um skáldsögu eftir Hans Heyck, sem hann
nefnir »Armin der Cherusker«, sögulega frásögn um Her-
mann eða Arminius, sem sigraði Varus, rómverska hershöfð-
ingjann, og barðist fyrstur allra Germana með ráðum og dáð
fyrir myndun þýzks ríkis. Skáldverk Heycks er meira en sál-
fræðileg gagnrýni, það er opinberun þjóðlegrar nauðsynjar,
heilsteypt mynd af kúgaðri þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu
og nær fullkomnun í Armin hertoga. Það er ekki einstakl-
ingurinn, sem er hetja þessarar sögu, heldur er hetjan holdg-
aður vilji þjóðarinnar.
Hinnar sömu þróunar frá lýsingum persónulegra örlaga til
skáldverka um baráttu heildarinnar gætir einnig í stríðssögum■
Eftir að stríðsbækur eftir höfunda eins og Remarque og Renti,
sem voru skrifaðar af mikilli tækni, en án siðferðilegs mseli-
kvarða, höfðu undirbúið almennan skilning á þessu efni, lýstu
skáld eins og Jiinger og Dwinger hinni nýju þjóðar- og sam-
félagstilfinningu, sem stríðið hafði í för með sér, hinu fasta
bræðralagi út yfir gröf og dauða, hinni miklu þýðingu dauða
miljónanna fyrir viðhald ríkisins. Áhrifamesti túlkur andlegrar
áreynslu og sögulegra viðburða, sem þýzka þjóðin í heild
sinni var undirorpin frá stríðsbyrjun fram á þenna dag, virð-
ist vera Werner Beumelburg. í bók sinni »Sperrfeuer um