Eimreiðin - 01.04.1933, Side 69
eimreiðin
ÞjÓÐERNISST. í ÞÝZKUM BÓKM.
181
Deutschland« lýsir hann skotgröfum, árásum og neðanjarðar-
sprengingum ófriðarins og átakanlegu undanhaldi, en hefur
samt opin augu fyrir tign viðburðanna og þeim kröftum, sem
vaxa upp úr stríðinu, fyrir sameiningu allrar þjóðarinnar. Það
ef einungis Beumelburg að þakka, að allir, jafnvel þeir, sem
ekki tóku þátt í stríðinu, fengu fullkomin reikningsskil yfir
örlög þýzku þjóðarinnar, tvo seinustu áratugina, í bókum hans
*Sperrfeuer um Deutschland« og »Deutschland in Ketten*.
Ýfirburðir bóka hans liggja í því, að honum tekst að sam-
eina í þeim baráttu og hugprýði alls hersins og einnig neyð
°9 kúgun allrar þjóðarinnar eftir Versala-samninginn. Maður
verður þess hvergi eins ljóslega var eins og við samanburð
á bókum hans og bókum Remarques, hvaða stefnu nútíðar-
skáldskapur Þýzkalands er að taka. Remarque aðskilur örlög
hinna einstöku hermanna á orustuvellinum og sálarkvalir ein-
staklinga eftir heimkomuna. Hjá Beumelburg er allur herinn
ein hetja, þjóðin ein hetja í stríði og neyð. Hér er ekki lengur
aÖ ræða um skilning einstaklingsins, heldur um sameining
Þióðarinnar, og horfið frá einstaklingshyggju og sundrung að
fyrirhyggju og stjórn, að góðu fordæmi og uppeldi til ákveð-
’nnar sköpunar nýs þjóðfélags.
Það er langur vegur frá hinu hræðilega blóðbaði heims-
siVrjaldarinnar, gegnum öngþveiti stjórnarbyltingarinnar, til hins
örlagaþrungna morgunroða nýs ríkis. Þýzku skáldin virðast
Vera einráðin í því að leiða þjóðina á þessa braut, og ótelj-
andi eru þær bækur, sem benda í sömu átt í stjórnmálum
°9 menningarlífi. Þar er bók eftir August Winnig, »Der weite
^eg«, í fremstu röð. Af innilegustu eigin reynslu og sann-
f®ringu lýsir hann, hvernig hann hvarf frá stéttabaráttu marx-
'snians til föðurlandsástar. Það er langur þroskavegur milli
múrarasveins og óbreytts hermanns, til ritara í verkamanna-
|élagi og ritstjóra verkamannablaðs, til viðurkenningar á villu
lufnaðarstefnunnar og til verndar þýzkra hagsmuna sem ríkis-
lulltrúi í Eystrasaltslöndum. Winnig lýsir á áhrifamikinn hátt
hvernig hann sigraðist á hinni fölsku hugsjónastefnu vorra
hrna og sneri aftur til hins óbrotna þýzka þjóðareðlis fyrir
aðdráttarafl átthaganna. Einmitt þetta afturhvarf frá yfirdrif-
'nni hugsjónadýrkun, sem hann telur grundvöll jafnaðarstefn-