Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 72
184
ÞJÓÐERNISST. í ÞÝZKUM BÓKM.
EIMREIÐIN
Svo einfalt geta þessir menn ort, svo Iátlaust og blátt áfram.
Þessi látlausa ást á landinu og eigin jörð hefur mikil áhrif
á landslagslýsingar í hinum stærri skáldverkum, t. d. hjá höf-
undum sem Griese, Zerzer, Ponten, Schickele. Endurvakta
ástin á landinu fær alla höfundana til að sýna manninn jarð-
bundinn, en ekki rótlausan með hugann upp í skýjunum.
Með þessari nýju tilfinningu fyrir náttúrunni vaknar á ný
skilningur á mannlegu eðli. Það er ekki lengur gert sér far
um að lýsa margþættum sálum á sem flóknastan hátt og veita
hverri einusiu hreyfingu sálarinnar athygli, nú er athyglinni
beint að manninum öllum og sambandi hans við náttúruna og
þjóðina og að hlýðni hans við hin óumbreytanlegu náttúru-
lögmál. Tökum t. d. skáldsöguna »Die richtige Mutter* eftir
lians Franck úr öllum þeim fjölda, sem fjalla um þessi efni.
Þessi fyrirsögn gefur ekki fyllilega yfirlit um efnið, heldur er
miklu frekar krafa, því að ]ohn Nitze, barn veitingastúlku í
Hamborg, á ekki sanna móður. Hún hefur fætt hann af sér
og fengið hann í hendur gamalli konu, sem heldur til í af-
skektu hreysi. Þannig verkar alt eins á barnið, sveitakonan
fjörgamla, æfagamla hreysið og fórnfús ástin. Ríkisframfærsla,
undir eftirliti konu einnar, sem aldrei hefur sjálf átt börn, en
sér um hundrað börn fyrir hönd ríkisins, rífur ]ohn litla frá
hinu einfalda lífi hjá gömlu konunni og verður völd að dauða
hans. Þannig verður þessi skáldsaga Francks áköf ákæra, en þar
að auki krafa um, að kveneðlið og móðureðlið fái að njóta sín.
Andúð margra samtíðarmanna á hinni öfgafullu skipulagn-
ingu og vélamenningu, og þrá þeirra eftir náttúrunni, lýsir
sér í léttari formum í ýmsum íþróttabókum. Þetta getur farið
út í öfgar eins og í hinni vinsælu sögu »Hell in Frauensee*
eftir Vicky Baum, en opinberar aftur á móti réttan skiln-
ing á náttúrunni hjá Luis Trenker, sem er einn hinn þekt-
asti austurríski fjallgöngumaður, skíðamaður, kvikmyndaleik-
ari og rithöfundur. Bækur hans, t. d. »Kameraden der Berge«,
vildi ég að næði mikilli útbreiðslu einnig á íslandi. I þessu
sambandi virðist það mjög einkennandi, að rithöfundur frá
Suðurþýzkalandi, Paul Bauer að nafni, skyldi fá heiðurspen-
ing úr gulli á ólympisku leikjunum í Los Angeles fyrir verk
sitt »Kampf um den Himalaya*.