Eimreiðin - 01.04.1933, Qupperneq 75
eimreiðin
Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslu á 19. öld.
Eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli.
Dvalarsaga hreindýranna hér á landi er ekki löng. Þau
voru fyrst flutt hingað til landsins 1771, frá Finnmörk. Til
Samans ætla ég að rekja hana að nokkru, eftir þeim heim-
ildum sem fyrir liggja.
Það var Thodal amtmaður, sem fyrstur flutti hreindýr hing-
að og hefur sjálfsagt gert það að undirlagi dönsku stjórnar-
•nnar, því nokkru áður höfðu fimm sýslumenn hér á landi
stungið upp á því við stjórnina að láta flytja hingað hreindýr,
i'l þess að það yrði til gagns fyrir íbúa landsins.
Thodal amtmaður lét flytja hingað 13 hreindýr. Tíu af þeim
drápust á leiðinni, en þremur var slept í Rangárvallasýslu, og
ijölgaði þeim þar furðu fljótt. Var nú vaknaður áhugi manna
iyrir málinu, og var enn leitað til stjórnarinnar. Tók hún vel í
wálið og bauð Fjeldsted amtmanni í Finnmörk að kaupa 25
hreindýr og senda þau til íslands. Samt varð ekkert úr þeim
^aupum. En norskur kaupmaður í Hammerfest, Buch að
nafni, gaf 30 hreindýr í þessu augnamiði. Aðrar heimildir
telja, að þessi hreindýr hafi verið 35 og gefin hingað af séra
Ólafi Jósefssyni Hjört. Var séra Ólafur Eyfirðingur að upp-
runa, en ólst upp í Noregi að nokkru, og varð prestur í
Kantokeino í Finnmörk. Hafði hann mikinn áhuga fyrir því
aö koma á hreindýrarækt hér landi, og skrifaði um málið góða
r'tgerð, sem prentuð er í Riti Lærdómslista-félagsins (VIII.
ar. bls. 77—105). Af þessum gjafahreindýrum séra Ólafs kom-
ust ekki nema 23 lifandi til íslands, og var þeim slept í land
■ Hafnarfirði 1776. Tóku þau sér stöðu á Reykjanesfjallgarð-
>uum, og fjölgaði þeim ört, svo nokkrum árum seinna sáust
tar stórir flokkar af hreindýrum. Sumarið 1783 voru enn-
send nokkur hreindýr til íslands og þeim slept upp á Vaðla-
heiði austan við Eyjafjörð. Árið 1790 var talið, að þar mundu
hreindýrin vera orðin um 3—400 að tölu, og er það mikil
Hölgun á ekki fleiri árum. Árið 1787 gaf Finni nokkur, að