Eimreiðin - 01.04.1933, Qupperneq 82
194
HREINDVRAVEIÐAR
EIMREIÐIN
áhuga og snarræði veiðimannanna hve mikið hver bar
frá borði.
Fyrir kom það, að menn gátu veitt hópa af hreindýrum á
einfaldan hátt og fyrirhafnarlítið. Sagt er að bóndi einn, sem
bjó í Byrgi í Kelduhverfi, hafi drepið í einu 19 dýr með því að
fæla þau suður af eyjunni í Asbyrgi. Hún er hömrum girt á
þrjá vegu. Gengu dýrin upp á eyjuna að norðanverðu, og
fór bóndi á eftir þeim með hunda og elti þau suður eyna og
suður af eyjarhorninu, en þau fórust þar öll. A öðrum bæ í
Kelduhverfi, er heitir Undirveggur, bar það við einn vetur, að
hreindýrahópur, sem í voru 30—40 dýr, kom heim undir bæ.
Hleypur þá hundur að hópnum og eltir hann um stund, þar
til hreindýrin komu að djúpri gjá. Steyptu þau sér öll nið-
ur í gjána og létu þar líf sitt. Voru þau síðan dregin upp
úr gjánni og notfærð. Eitt sinn að vetrarlagi sáust nokkur
hreindýr í Aðaldalshraunum. En annars var það mjög sjaldan
að dýr sæjust þar, því hraunin eru í miðri bygð. Stygðust
þau undan hundi hjá manni, sem var að smala fé sínu,
stukku austur úr hrauninu og stefndu upp á Hvammsheiði.
En skömmu seinna fundust þau öll dauð í Laxá. Hún rennur
milli hraunsins og heiðarinnar, var nýrekið í ána og höfðu
þau fezt í krapinu og drepist. Voru þau dregin upp úr ánni
og hirt.
Þegar veiðimenn komu heim með veiði sína, var fyrst hirt
um kjötið. Var það saltað eða reykt og þótti geymast mjög
vel. Heldur þótti það þurt og fitulaust að mestu. Safnast fit-
an á hreindýrunum í fituhellu eða fituklump ofan á malirnar,
en er ekki innan um kjötið. Verði dýrin mögur, hverfur þessi
fituhella með öllu. Annars þótti kjötið ljúffeng fæða og helst
líkt fuglakjöti. Kjöt af fullorðnum dýrum mun venjulega hafa
verið 45—55 kg., og af gömlum feitum graðdýrum alt að
því 75 — 85 kg., eða jafnvel meira. Skinnið af hreindýrum er
heldur þunt og haldlítið til skógerðar, en var þó notað til
þess og eins sem eltiskinn í skóbryddingar og þvengjaskinn-
Annars mun þá ekki hafa verið brýn þörf á að nota það til
skógerðar vegna þess, að þá voru sauðskinn alment nóg tiL
og þau voru talin miklu betri til þeirra hluta. En hreinfeld-
irnir voru notaðir til margra annara hluta, og voru skinnin