Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 83
eimreiðin
HREINDÝRAVEIÐAR
195
þá ekki rökuð, heldur notuð með hárinu á. Stundum voru
saumaðar úr þeim hempur eða treyjur. Þaðan mun vera komið
nafnið hreinbjálfi. Oft voru hreindýrafeldirnir notaðir yfir rúm
í staðinn fyrir brekán, og þóttu þeir hlýir að hafa yfir sér í
vetrarhörkunum. Eins voru þeir notaðir ofan á stóla og hnakk-
sæti til mýktar, jafnvel í hlífar á reiðinga o. fl. Líka kom það
fyrir að hjástöðumenn, þegar þeir stóðu yfir beitarfé, og
veiðimenn, þegar þeir stóðu við dorg á Mývatni á vetrum,
hefðu hreindýrafeldi á baki sér til skjóls fyrir kulda. Um eitt
skeið voru hreindýrafeldir útflutningsvara, en ekki hef ég
9etað fengið upplýsingar um það, hvað mikið hefur fengist
fyrir þá.
Þá komum við að hornunum af hreindýrunum. Voru þau
hirt eins og alt annað. Á tímabili voru þau verzlunarvara. í
skrifuðum endurminningum gamallar konu hér í sýslu getur
hún þess, að þegar hún hefði verið á grasafjalli á yngri ár-
um, hafi grasafólkið fundið töluvert af hreindýrahornum. Voru
t>au seld í kaupstaðinn, fékst 1—2 skildingar fyrir pundið, og
átti grasafólkið þá peninga. En þó svo væri að þau væru
flutt út um eitt skeið, munu þau aðallega hafa verið notuð
til að smíða úr þeim ýmsa hluti til heimilisþarfa. Stundum
v°ru þau fest í heilu lagi ofan á staura og notuð til þess að
breiða á þau þvott, og þótti það mjög gott. Ennfremur voru
sniíðaðar úr þeim uglur, sem notaðar voru til að hengja á
reipi, beizli o. fl. Voru uglur þessar settar á stoðir í bæjar-
^Yrum, skemmum og á bæjarþil. Mun einstaka hreindýrs-
hornugla vera til enn. Þá voru smíðaðir úr hornunum klif-
beraklakkar, handföng á heykróka og á göngustafi. Stundum
v°ru rendir úr hornunum húnar og þeir settir á endann á
broddstöfum til prýðis og til þess að hönd göngumannsins rynni
síður upp af stafsendanum. Líka voru smíðaðir úr hornunum
Vmsir smáhlutir, t. d. hagldir, hrífusköft, tóbaksdósir, nálhús
°2 »pinnar«. Er það smáhlutur, sem konur nota við sauma.
Að lokinni þessari lýsingu af hreindýraveiðum hér í sýslu,
®tla ég að setja hér nokkrar veiðisögur, sem ég hef heyrt
eftir góðum heimildum, og munu vera sannar. Gefa þær
nokkra mynd af þeim erfiðleikum og æfintýrum, sem fylgdu
hfeindýraveiðunum.