Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Side 86

Eimreiðin - 01.04.1933, Side 86
198 HREINDVRAVEIÐAR EIMREIÐIN vært. Þykist Sigurpáll vita, að dýrið muni hafa étið grösin og þótti ekki gott að vera búinn að missa grasanna og jafnframt að hafa ekkert vopn í höndum til að ráðast á dýrið með. Leitar hann nú í vösum sínum og finnur þar lítinn sjálfskeiðing. Tekur hann hnífinn opinn og finnur að hann er beittur vel. Læðist nú Sigurpáll að dýrinu og sezt klofvega yfir hálsinn á því, grípur vinstri hendinni um horn þess og bregður um leið hnífnum yfir háls dýrsins og veitir því mikinn áverka. Þegar dýrið fékk lagið, stökk það á fætur og á rás með manninn á hálsi sér. Sigurpáll stingur dýrið aftur og aftur í hálsinn með hnífnum. Mæðir nú dýrið blóðrás, og eftir nokkrar svift- ingar og hlaup hnígur það niður og er þá dautt. Gerir Sigur- páll dýrið til og flytur heim og þóttist vel hafa fengið borg- aða grasatínu sína Jónas hét maður og var Jónsson og bjó á Grænavatni við Mývatn. Var hann gildur bóndi og hreppstjóri í Mývatnssveit. Einn dag að vetrarlagi gekk hann fram á Mývatn að vitja um silunganet sín, sem hann hafði lagt undir ísinn. Er það alsiða þar við vatnið að leggja silunganet undir ísinn á vetr- um, og veiðist oft vel á þann hátt. Þegar Jónas kom fram að netjunum, sér hann hvar kemur hreindýr og stefnir beint á hann. Vopn hafði hann engin utan ísabrodd sinn. Dýrið kemur nú alt af nær og nær og breytir ekki stefnu sinni, þótt það sjái manninn. Þegar dýrið átti ekki eftir nema fáa faðma að Jónasi, greip hann ísabroddinn, víkur sér á hlið við dýrið og skýtur broddinum að því. Gekk hann á hol og féll dýrið þegar. Þótti Jónasi för sín góð að hafa fengið slíka veiði jafn-fyrirhafnarlítið. Eitt sinn lögðu þeir af stað á hreindýraveiðar þrír synir Péturs bónda í Reykjahlíð, þeir Sigurgeir, Hallgrímur og Jón. Voru þeir vel ríðandi, nema Sigurgeir, sem var á lötum hesti. Urðu þeir samferða norður á Reykjaheiði og hittu þar dýra- flokk allstóran. Þegar dýrin urðu mannanna vör, tóku þau sprettinn og norður heiðina. Riðu þeir geyst á eftir, Hall- grímur og Jón, en Sigurgeir varð langt á eftir, sökum þess hvað hestur hans var seinn. Þegar dýrin komu alllangt norður á heiðina, hlupu þau fram á hóp manna, og voru það fjár- leitarmenn úr Kelduhverfi. Sneru þau þá við og köstuðust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.