Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 86
198
HREINDVRAVEIÐAR
EIMREIÐIN
vært. Þykist Sigurpáll vita, að dýrið muni hafa étið grösin og
þótti ekki gott að vera búinn að missa grasanna og jafnframt
að hafa ekkert vopn í höndum til að ráðast á dýrið með. Leitar
hann nú í vösum sínum og finnur þar lítinn sjálfskeiðing.
Tekur hann hnífinn opinn og finnur að hann er beittur vel.
Læðist nú Sigurpáll að dýrinu og sezt klofvega yfir hálsinn
á því, grípur vinstri hendinni um horn þess og bregður um leið
hnífnum yfir háls dýrsins og veitir því mikinn áverka. Þegar
dýrið fékk lagið, stökk það á fætur og á rás með manninn
á hálsi sér. Sigurpáll stingur dýrið aftur og aftur í hálsinn
með hnífnum. Mæðir nú dýrið blóðrás, og eftir nokkrar svift-
ingar og hlaup hnígur það niður og er þá dautt. Gerir Sigur-
páll dýrið til og flytur heim og þóttist vel hafa fengið borg-
aða grasatínu sína
Jónas hét maður og var Jónsson og bjó á Grænavatni við
Mývatn. Var hann gildur bóndi og hreppstjóri í Mývatnssveit.
Einn dag að vetrarlagi gekk hann fram á Mývatn að vitja
um silunganet sín, sem hann hafði lagt undir ísinn. Er það
alsiða þar við vatnið að leggja silunganet undir ísinn á vetr-
um, og veiðist oft vel á þann hátt. Þegar Jónas kom fram
að netjunum, sér hann hvar kemur hreindýr og stefnir beint
á hann. Vopn hafði hann engin utan ísabrodd sinn. Dýrið
kemur nú alt af nær og nær og breytir ekki stefnu sinni,
þótt það sjái manninn. Þegar dýrið átti ekki eftir nema fáa
faðma að Jónasi, greip hann ísabroddinn, víkur sér á hlið
við dýrið og skýtur broddinum að því. Gekk hann á hol og
féll dýrið þegar. Þótti Jónasi för sín góð að hafa fengið slíka
veiði jafn-fyrirhafnarlítið.
Eitt sinn lögðu þeir af stað á hreindýraveiðar þrír synir
Péturs bónda í Reykjahlíð, þeir Sigurgeir, Hallgrímur og Jón.
Voru þeir vel ríðandi, nema Sigurgeir, sem var á lötum hesti.
Urðu þeir samferða norður á Reykjaheiði og hittu þar dýra-
flokk allstóran. Þegar dýrin urðu mannanna vör, tóku þau
sprettinn og norður heiðina. Riðu þeir geyst á eftir, Hall-
grímur og Jón, en Sigurgeir varð langt á eftir, sökum þess
hvað hestur hans var seinn. Þegar dýrin komu alllangt norður
á heiðina, hlupu þau fram á hóp manna, og voru það fjár-
leitarmenn úr Kelduhverfi. Sneru þau þá við og köstuðust