Eimreiðin - 01.04.1933, Side 89
EIMREIÐIN
Ferð í Hallormsstaðaskóg.
A seinni árum hafa ferðalög um bygðir landsins og óbygðir
farið mjög í vöxt. Til þess liggja ýmsar ástæður, en þessar
^eigamestar: Bættar samgöngur á landi, bílvegir, þar sem áð-
ur voru lélegar götur eða troðningar, brýr, þar sem áður
voru torfærur eða ófærur, betri útbúnaður í ferðalög en áður
bektist, vaknandi áhugi fyrir því að kynnast landinu með eigin
augum, fleiri frístundir, einkum í kaupstöðum, og vaxandi
uieðvitund almennings um það, að landið eigi yfir að ráða
fjölbreyttari, stórfenglegri og máttugri fegurð en flest önnur
lönd, og sé því útþránni enn betur fullnægt í faðmi íslenzkrar
uáttúru en þótt komist sé út fyrir pollinn, með ærnum kostn-
aði, til þess að sökkva sér um stund í hringiðu stórborgalífs-
'us eða þeysa fram og aftur milli nokkurra höfuðbóla Evrópu.
Að vísu er það enn svo, að langflest þessara ferðalaga um
íandið eru bundin við vissan hluta þess, suðvesturhéröðin og
öræfin, sem að þeim liggja. Stafar það að nokkru leyti af því,
að það eru höfuðstaðarbúar í sumarleyfi og svo erlendir
^erðamenn, er til Reykjavíkur koma flestir, en með stutta
viðdvöl, sem ferðast — og þá helzt um nærliggjandi héruð —
°9 þó fremur af því, að samgöngur eru beztar á þessu svæði.
Eu það er fjarri því, að sá maður þekki landið til hlítar, sem
uðeins hefur farið um Suðurlandsundirlendið eða Borgarfjörð,
t>ó að mikið sé um fegurð á báðum þessum svæðum. Það er
annar svipur yfir sunnlenzkri náttúru en vestfirzkri, norð-
fenzkri eða austfirzkri. Ferðafélag íslands hefur, þótt ungt
leyst af hendi þarft verk með útgáfu árbókar sinnar, en
arbók þessi hefur nú komið út í 5 ár og flutt mikla fræðslu
uui landið, þó aðeins enn sem komið er um Suður- og Vest-
urland og öræfin þar í grend, en aðeins fátt eða ekkert frá
yestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Verður vafalaust
ur þessu bætt smám saman. Það er öðru nær en t. d. norð-
austur- og austurhálendið sé kunnugt orðið landsmönnum. Þá
uiá telja á fingrum sér, sem kannað hafa Ódáðahraun eða