Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 90

Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 90
202 FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG EIMREIÐIN farið Vafnajökulsveg. Hve margir Reykvíkingar hafa komið í Hvannalindir eða farið um Fagradal norður af Brúarjökli og gengið á Gæsadalshnúka? En af Gæsadalshnúkum segir Daniel Bruun að sé »dýrðlegt og óviðjafnanlega víðátfumikið útsýni*. Erlendir ferðamenn hafa lagt mikið í sölurnar til að kynn- ast öræfum landsins. Ferðum þeirra hefur oft ráðið frægðar- löngunin ein, en einnig vísindalegur áhugi og þörfin til að kanna ókunna stigu. Þegar Englendingnum W. L. Watts loks tekst árið 1875 að brjótast með 5 íslenzkum fylgdarmönnum yfir Vatnajökul, frá Núpsstað í Skaftafellssýslu að Kistufelli við norðurbrún hans, eftir tvær árangurslausar tilraunir (árin 1871 og 1874), þá leynir sér ekki af frásögn hans, að hann er meira en lítið hrifinn af þessu þrekvirki sínu, að hafa komist yfir jökulinn. Hann er óþekt jörð, „terra incognita, sem alt til þessa árs hefur reynst ófær yfirferðar öllum, sem reynt hafa«, segir hann í ferðabók sinni. Gætir í þessum orð- um hans meira fordildar yfir brautryðjandastarfinu en strangrar sögulegrar nákvæmni, enda segist hann ekki geta að sér gert, þótt hann finni til sín yfir því að hafa afrekað svo mikið verk og hugsar gott til samfundanna við félaga sína í Alpa- klúbbnum enska, sem hann veit að muni öfunda hann af ferð- inni. En þó er önnur tilfinning ríkari í hug hans. Hann hef- ur orðið heillaður af öræfunum. Ahrif þeirra hafa margend- urgoldið fyrirhöfnina. Svipaða sögu af áhrifum öræfanna hafa flestir að segja, sem komist hafa inn að hjartarótum lands- ins. Björn Gunnlaugsson og Þorvaldur Thoroddsen eru þeir lveir íslendingar, sem vér eigum að líkindum mest að þakka fræðslu þá, sem fyrir er um öræfi landsins, en nú láta menn sér ekki lengur nægja þeirra frásagnir eða annara. Á hverju sumri streymir fólk í tuga- og hundraðatali út um bygðir og óbygðir, til þess að kynnast þeim af eigin sjón og reynd. Sumir leita til nærsveitanna og kunnra fjölsóttra staða, aðrir upp til fjallanna og inn til heiðanna, til afskektra staða, þar sem kyrðin er svo seiðmögnuð að hún fjötrar og dregur ferðamanninn lengra og lengra, fastara og fastara í arma ör- æfanna. Þessi kyngi er mjög mismunandi, eftir því hvert leit- að er. Það eru nokkrir staðir tiltölulega skamt undan, þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.