Eimreiðin - 01.04.1933, Page 97
eimreiðin
FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG
209
1905. Eftir því sem Guttormur skógarvörður Pálsson skýrir
írá í 25 ára minningarriti sínu um skóginn, sem út kom 1931,
eru elstu trén í skóginum um og yfir 100 ára gömul. Hefur
skóginum verið skift eftir aldri í þrjá flokka: Þessi gömlu
fré, miðaldra skóg, 40—70 ára, og nýræktarskóg eða ung-
viði 15—25 ára, en í síðasta flokki er sá skógur, sem vaxið
hefur upp á þeim svæðum, er skóglaus voru árið 1905, þeg-
ar friðun hófst. Skógurinn er víða 6 til 9 metrar á hæð, og
hæstu trén munu vera um 10 metrar. Miðaldra skógurinn er
víða orðinn alt að því jafnhár og gamli skógurinn og sum-
staðar hærri, og nýræktarskógurinn vex það örara en eldri
shógur, að hæðarmunur á miðaldra skóginum og ungviðinu
er ekki ýkja mikill. Eins og í öðrum skógi hér á landi er
það birkið, sem er langútbreiddast, en reynir og víðir aðeins
é stöku stað. Græðireitur var undirbúinn í skóginum á árun-
um 1903^-1904 og þar aldar upp plöntur af erlendum trjá-
legundum. Eru sum þessi tré nú orðin allstórvaxin. Þarna er
skógarfura og hvítgreni, lævirkjatré og barrfellir, fjallfura,
hláfura og einhverjar fleiri erlendar trjátegundir. Hæsta
tréð af erlendum trjám þarna er skógarfura, sem er orðin
nálega 4 metrar á hæð. Utan um græðireitinn er skjólband
Ur birkiskógi, og eru trén 18—22 fet á hæð. Græðireit-
urinn er í þeim hluta skógarins, sem nefnist Mörkin, og er
hún friðuð fyrir öllum gripum. Skógarvörður hefur sjálfur
lýst henni þannig í minningarritinu: »Þar er þroskameiri
Srávíðir en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu — —.
Gras er með afbrigðum mikið, þar sem skógurinn er ekki
^njög þéttur. Lágskógurinn, sem var þá er girt var, er orðinn
lafnhár gömlu trjánum. Þarna er friður og einkennileg og
taðandi kyrð yfir náttúrunni. Fuglarnir una sér vel, og alt ber
v°tt um gróðursæld og vöxt þann, er einungis þróast í skjóli
triðarins«. Hallormsstaðaskógi er öllum skift í 8 svæði eða
skógarreita, og er hver reitur afmarkaður af lækjum og gilj-
Utu- Reitarnir eru þessir: 1. Ljósárkinn, 2. Vörðuhraun, 3.
^tlavík, 4. Mörkin, Lambahóll og Hádegisfjall, 5. Hólar, 6.
Flatiskógur, 7. Lýsishóll og 8. Partur. Skógurinn báðu megin
v'ð þjóðveginn meðfram fljótinu hefur jafnan verið nefndur
Qatnaskógur, og er svo enn. Gatnaskógur og Mörkin eru
14