Eimreiðin - 01.04.1933, Page 103
eimreiðin
UPPRISA
215
láinar liggja í láginni — »Guði sé lof og dýrð fyrir þenna
s>nn dásamlega velgerning*.
En svo kom bannið til sögunnar. Þó að sú löggjöf næði
eigi til Ægis eða dætra hans, í orði kveðnu, brá svo undar-
lega við, að sjórinn sjálfur hætti að kasta vínflöskum á Hring-
versfjörur, eftir að bannlögin gengu í gildi. En galtómum
flöskum snaraði hann á land sífelt, hlutaðeigendum til upp-
ertingar og sárrar gremju. Rekagöngu-karlarnir urðu stund-
utn svo reiðir þess háttar fundum, að þeir börðu saman tveim
flöskum og brutu þær, með bölvan og formælingum.
En þó að svona gengi, að sú gamla »guðsblessun« fengist
ekki, hélzt við forna venjan sú, að hver bóndi keptist við
annan að fara rekann fyrir allar aldir. Það gat þó viljað til,
að eitthvað fémætt kæmi á fjöruna, alténd fugl, sem hafði á
Ser dúnhnoðra, eða kassi, sem hafa mátti undir sokkaplögg.
Þannig liðu árin. Einn dagur leysti annan af hólmi. Og ein
nótt ýtti annari út í ginnungagapið, þar sem óskapnaðurinn
r'kir og engin stundaklukka skiftir tímanum í eyktir. En tíma-
skiftin eru athuguð innanbæjar í Mikla-teigi. Þar búa hjónin
^orfi og Birna. Húsfreyjan veit hvað í vændum er, innan-
bæjar, þegar daginn styttir og sólin lækkar á lofti.
þá setur Torfa bónda hljóðan og að honum sækir örvílnun,
Syo að honum fellur allur ketill í eld. Þó er hann megandi
maður. Hann er tveggja manna maki til verka meðan sumar-
sólin er hátt á lofti og leikur þá við hvern sinn fingur. En
konum deprast glaðværðin, þegar haustar. Veðráttan spilar á
faugar Torfa eins og töframaður á hljóðfæri. Torfi óttast
ónýting heyja, þegar sumri hallar og veðráttan er grálynd.
^ann skelfist á haustin harðan vetur, þegar fyrstu snjóar
m>nna menn og skepnur á heiti landsins. Þegar þessi saga
Serðist, var útsvörum jafnað niður um veturnætur. Fór þá
saman versnandi veðurátt og nýjar álögur. Þá var sem reið-
arþruma kæmi yfir Torfa. Hann barði sér á brjóst og hann
varð svo óðamála að honum svelgdist á:
*Hvar ætli þetta lendi! öll þessi ósköp — þinggjald, prests-
SÍald, útsvar, ofan á alt annað, úttekt, eins og Birna lætur í
búðinni, og svo borgun handa kaupafólki. Alt legst á eitt að
eVðileggja mig, presturinn, sveitarstjórnin, kaupmaðurinn, lands-