Eimreiðin - 01.04.1933, Side 104
216
UPPRISA
EIMREIÐIN
stjórnin, heimsstjórnin og heimilisstjórnin hérna. Hvar ætli
þetta lendi!«
Eftir slík og þvílík æði-köst tók að draga af Torfa. Hann
lagði hendur í skaut og lagðist í rekkju. Stundum lá hann
alt skammdegið í þeim bobba, með þeim hætti, að varla
dróst úr honum orð, og lifði hann þá að hálfu leyti á munn-
vatni sínu. Leitað var ýmsra ráða til þess að lyfta honum úr
bólinu, herða hug hans, brýna kjarkinn, ná hálmviskinni, sem
örvæntingin stakk í brjóst honum, þar sem hjartað skyldi vera.
En hvorki fortölur né læknalyf dugðu honum og ekkert nema
brennivín.
Nú bar svo við, að enginn læknir var í nánd, það hérað í
millibilsástandi, sem Hringver átti heima í. Þetta hérað var
útkjálkaumdæmi. Læknirinn, sem þar hafði verið, átti í vænd-
úm »betra brauð«, ef hann sæti þarna tiltekinn árafjölda. Nú
var sú fylling tímans komin og fólkið læknislaust, í reyndinni.
Engan dropa var að fá í kaupstaðnum, síðan bannið var lög-
leitt. Og þá kunni enginn að brugga hér í landi.
Hjónin áttu son, sem nú var á tvítugsaldri; hann hét Bjarni.
— Kringumstæðurnar höfðu þroskað hann að sumu leyti,
gert hann vel-vakandi og vel-haldandi um heimilishaginn, en
jafnframt þögulan og sérvitran. Hringver var í skammdeginu,
þegar fannkyngjan lá á landinu, þvílíkt sem kirkjugarður —
svo alvöruþrungið í þögn sinni. En um að litast í orðlofi
dagsins, næsta mikilfenglegt. Stórbrotnir jöklar sátu uppi á
harðvítugum hömrum, á aðra hönd. En á hina hlið ríkti hafið
— sjávargeimur, sem aldrei gat þagað. Osamlyndi hans og
strandarinnar var látlaust dag og nótt, og hljóðuðu þau
hvort undan öðru því meira og hærra, sem dimmara var í
lofti og daprara umhverfis.
Bjarni átti afmæli um veturnætur. Og nú var hann tvítugur,
þegar þessi söguþáttur gerist. Tíðin hafði verið góð um
haustið, og Torfi hafði verið með sjálfum sér. Birna húsfreyja
hirti eigi um að biðja bónda sinn um leyfi, þegar henni sýnd-
ist að gera sér dagamun, eða bera undir hann það sem
henni virtist heyra til verkahring sjálfrar sín. Einn dag kemur
Torfi inn í eldhús með óhreinar hendur, hafði verið að troða
torfi í fjárhúsagáttir, og biður um volgt vatn til að skola af