Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Side 118

Eimreiðin - 01.04.1933, Side 118
230 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO eimreiðin löngun til þess að tala. Enginn þarna inni sagði heldur neitt. Hafið þér aldrei komið inn í eina af þessum hljóðu krám? Drykkjumennirnir sitja einir. Þeir styðja hönd undir kinn. Fyrir framan þá er glas. Augu þeirra stara á það, en sjá það ef til vill ekki. Er vín í því? Er blóð í því? Já, herra, það er hvorttveggja. Battista var næstum orðinn staurblindur. Eina nótt, þegar við gengum saman, nam hann staðar hjá ljóskeri. Hann þukl- aði um magann á sér og sagði við mig: »Sérðu hvað hann hefur tútnað út?« Því næst bætti hann við með röddu, sem var breytt af hræðslu og tók í hönd mér, til þess að láta mig þreifa á því hvað bólgan væri hörð: »Hvað getur þetta verið?* Hann hafði verið þannig í margar vikur, og hann hafði ekki sagt neinum frá meini sínu. Nokkrum dögum seinna fór ég með honum á spítalann, til þess að láta lækni skoða hann. Hann fann kepp eða öllu heldur marga keppi, sem stækkuðu óðum. Það mátti reyna að gera uppskurð á honum, en Batt- ista vildi það ekki, þó að hann sætti sig enganveginn við að deyja. Hann dróst um svona veikur í einn eða tvo mánuði, því næst neyddist hann til að leggjast í rúmið, og hann komst ekki á fætur úr því. Enn hvað dauða hans bar hægt að og hvað hann þjáðist! Fulltrúinn hafði rekið þenna ógæfusama mann í einskonar ruslakompu. Það var hálfdimt í henni oS óþverraloft., Hún var afsíðis, svo þar heyrðust ekki stunurnar í honum. Eg fór þangað daglega, og Ciro vildi koma með mér, vildi hjálpa mér. . . . Æ! hefðuð þér séð hann, veslings barnið! Enn hvað hann var hugrakkur að vinna þetta mann- úðarverk með föður sínum! Til þess að sjá betur til, kveikti ég á kertisstubb, og Ciro lýsti mér. Við sáum þenna stóra, afmyndaða og stynjandi líkama, sem vildi ekki skilja við lífið- Nei, þetta var ekki maður, sem þjáðist af sjúkdómi. Það var öllu heldur, hvernig á ég að orða það?, það var öllu heldur . . . mig skortir orð — það var veiki í mannsmynd, eitt- hvað sem þekkist ekki í náttúrunni, ófreskja, sem lifir sínu eigin lífi, og festir eru á tveir vesælir handleggir og tveir vesælir mannsfætur, veiki með litlu holdlausu, rauðleitu, ó- geðslegu höfði. Hvílíkur viðbjóður! Hvílíkur viðbjóður! Ciro lýsti mér, og ég sprautaði morfíni, með ryðgaðri sprautu, undir þessa strengdu húð, sem gljáði eins og gulleitur marmari. En hættum, hættum! Friður sé með þessari veslings sál. Nú þarf maður að komast að aðalatriðinu og má ekki vaða úr einu í annað lengur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.