Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 118
230
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
eimreiðin
löngun til þess að tala. Enginn þarna inni sagði heldur neitt.
Hafið þér aldrei komið inn í eina af þessum hljóðu krám?
Drykkjumennirnir sitja einir. Þeir styðja hönd undir kinn.
Fyrir framan þá er glas. Augu þeirra stara á það, en sjá
það ef til vill ekki. Er vín í því? Er blóð í því? Já, herra,
það er hvorttveggja.
Battista var næstum orðinn staurblindur. Eina nótt, þegar
við gengum saman, nam hann staðar hjá ljóskeri. Hann þukl-
aði um magann á sér og sagði við mig: »Sérðu hvað hann
hefur tútnað út?«
Því næst bætti hann við með röddu, sem var breytt af
hræðslu og tók í hönd mér, til þess að láta mig þreifa á því
hvað bólgan væri hörð: »Hvað getur þetta verið?*
Hann hafði verið þannig í margar vikur, og hann hafði
ekki sagt neinum frá meini sínu. Nokkrum dögum seinna fór
ég með honum á spítalann, til þess að láta lækni skoða hann.
Hann fann kepp eða öllu heldur marga keppi, sem stækkuðu
óðum. Það mátti reyna að gera uppskurð á honum, en Batt-
ista vildi það ekki, þó að hann sætti sig enganveginn við að
deyja. Hann dróst um svona veikur í einn eða tvo mánuði,
því næst neyddist hann til að leggjast í rúmið, og hann komst
ekki á fætur úr því. Enn hvað dauða hans bar hægt að og
hvað hann þjáðist! Fulltrúinn hafði rekið þenna ógæfusama
mann í einskonar ruslakompu. Það var hálfdimt í henni oS
óþverraloft., Hún var afsíðis, svo þar heyrðust ekki stunurnar
í honum. Eg fór þangað daglega, og Ciro vildi koma með
mér, vildi hjálpa mér. . . . Æ! hefðuð þér séð hann, veslings
barnið! Enn hvað hann var hugrakkur að vinna þetta mann-
úðarverk með föður sínum! Til þess að sjá betur til, kveikti
ég á kertisstubb, og Ciro lýsti mér. Við sáum þenna stóra,
afmyndaða og stynjandi líkama, sem vildi ekki skilja við lífið-
Nei, þetta var ekki maður, sem þjáðist af sjúkdómi. Það var
öllu heldur, hvernig á ég að orða það?, það var öllu heldur
. . . mig skortir orð — það var veiki í mannsmynd, eitt-
hvað sem þekkist ekki í náttúrunni, ófreskja, sem lifir sínu
eigin lífi, og festir eru á tveir vesælir handleggir og tveir
vesælir mannsfætur, veiki með litlu holdlausu, rauðleitu, ó-
geðslegu höfði. Hvílíkur viðbjóður! Hvílíkur viðbjóður! Ciro
lýsti mér, og ég sprautaði morfíni, með ryðgaðri sprautu, undir
þessa strengdu húð, sem gljáði eins og gulleitur marmari.
En hættum, hættum! Friður sé með þessari veslings sál.
Nú þarf maður að komast að aðalatriðinu og má ekki vaða
úr einu í annað lengur.