Eimreiðin - 01.04.1933, Page 125
eimreiðin
HLÍN. Ársrit sambands norðlenzkra kvenna. 16. árg. Akureyri 1932.
Það kemur sjálfsagt mörgum vel á þessum tímum að fá góða bók
Sefins, en það kalla ég að bók þessi sé, þó seld sé hún á 1 kr. Hún
er 143 þéttprentaðar blaðsíður í stóru broti, auk heillar arkar af mynd-
um og eins heftis af Vefnaðarbók eftir frú Sigrúnu P. Blöndal, sem lítur
út fyrir að verða gagnlegt og gott rit. Væri óskandi, að allir ritstjór-
ar leystu verk sitt svo vel af hendi sem frk. Halldóra Bjarnadóttir.
Efniö í þessum árgangi er svo margbreytt, eins og vant er, að hér
uerður aðeins drepið á fátt eitt, en meginið af því er um heimilisiðnað,
fatnað og matreiðslu. Auk þess er þar haldið á lofti minningu nokkurra
Wætiskvenna, eins og maklegt er. — Mér finst „H!ín“ frábrugðin flestu
sem ég les. Það er blátt áfram eins og það andi einhverri hlýju og kven-
leSri umhyggju frá flestu, sem þar stendur, í mótsetningu til þess kulda-
n*ðings, sem oft stendur af því, sem við karlmennirnir setjum á pappírinn.
Hr. Helgi Tómasson skrifar um þreytu og hvild, ræðir aðallega um
Það hversu sé bezt að hvílast til þess að afþreytast sem fyrst, en lítt um
Eve lengi skuli hvílast eða hve oft. Vinnuvísindin hafa gefið miklar upp-
•ýsingar um þetta og ákveðið hve oft skuli hvíla og hve lengi við alls-
konar störf, til þess að geta afkastað sem mestu. Vfirleitt reynist hvíldar-
'aust erfiði illa. Það borgar sig sjálfsagt vel að „leggja sig“ nokkra stund
el|ir miðdegismat, en vel má vera að gott væri að hvíla oftar, þó ekki
væri nema stutta stund. Við sum störf hefur það reynst bezt að hvíla
nokkrar mínútur á hverri klukkustund. Frú Sigrún P. Blöndal skrifar um
austfirzkar krossvefnaðarábreiður, og ritstj. bætir ýmsum upplýsingum við.
^Yndir fylgja af slíkum ábreiðum, og er ein þeirra Ijómandi falleg. — Ritstj.
sÞrifar um íslenzkan glitvefnað og flos. Eins og kunnugt er, var gamla
Eosið bæði Ijómandi fallegt og óslítandi. — Matthildur Halldórsdóttir í Garði
' Aðaldal skrifar um íslenzka jurtaliti. Ég hef oft séð um þá getið, en aldrei
Halt mér í hug að þeir væru eins fallegir og sjá mátti nýlega í búðarglugga
Eór í bænum. Var þar sýnt íslenzkt band með 42 litum frá M. H., og er hver
°ðrum fallegri. — Ritstj. skrifar alllanga grein um íslenzkt sjálfstæðismál.
ftvetur hún menn til þess að nota betur innlend efni en gert hefur verið,
b*ði ullina, skinnin o. fl. Er þar meðal annars bent á, að gera mætti